Flýtilyklar
Örlagasögur
Vonin lifir
Lýsing
Haltu ró þinni. Jax Diallo endurtók þessi sömu orð aftur og aftur í huganum líkt og hann gerði jafnan þegar hann nálgaðist vettvang þar sem voðaverk höfðu verið framin. Aðkoma að vettvangi slíks var svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma og sem sérfræðingur Alríkislögreglunnar í málefnum þolenda var algjört lykilatriði að hann héldi ró sinni og yfirvegun. Bifreið Alríkislögreglunnar var stöðvuð og Jax lygndi aftur augunum í skamma stund til að safna kröftum... búa sig undir það andlega að horfast í augu við afleiðingar sprengjuárásar. ‒Drífum okkur! sagði einn ferðafélaga hans og stökk út úr bifreiðinni. Þrír félagar þeirra við rannsóknadeild Alríkislögreglunnar drifu sig út úr bílnum og Jax sömuleiðis. Napur vorvindur Alaska mætti þeim um leið og dyrnar opnuðust en þögnin var þó það fyrsta sem Jax Diallo skynjaði. Fuglar og dýr höfðu greinilega látið sig hverfa. Lamandi þögnin var annað slagið rofin af snökthljóðum sem Jax gerði ráð fyrir að bærust frá fórnarlömbum sprengjuárásarinnar sem enn voru á svæðinu eða fjölskyldumeðlimum þeirra. Hugsanlega einnig frá neyðarliðum eða lögreglufulltrúum sem líkast til höfðu aldrei áður upplifað nokkuð í ætt við þær hörmungar sem þeir höfðu mætt hér. Í fjarska heyrðist sími hringja, þagna síðan eftir nokkra stund og hefja síðan aftur að hringja. Ekki var ólíklegt að þetta væri vinur eða fjölskyldumeðlimur í leit að ástvini sínum... í örvæntingarfullri von um að viðkomandi svaraði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók