Ást og afbrot

Á flótta
Á flótta

Á flótta

Published Október 2015
Vörunúmer 349
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Chandler McCann hafði útvarpið lágt stillt því hugsanirnar í
höfði hennar voru svo háværar, kveiktu höfuðverk sem sykurlausa gosið hafði engin áhrif á. Allt kvöldið höfðu ljós bílanna
sem mættu henni verið of skær, höfðu lýst upp fjöllin svo þau
virtust hreyfast óþægilega, höfðu neytt hana til að grípa fastar
um stýrið.
Hún var þakklát þegar hún gat beygt af hraðbrautinni og vissi
að nú var tæpur hálftími þar til hún kæmi í kofann. Það voru tvö
ár síðan hún hafði komið þangað. Í það skipti hafði hún sest upp
í flugvél í Denver og flugþjónninn hafði varla haft tíma til að
bjóða drykki áður en vélin lenti á flugvellinum í Eagle-sýslu
fimmtíu mínútum síðar. Flugvélin hafði verið full af skíðamönnum á leið til Vail, sem var tæpum fimmtíu kílómetrum austar.
Mack hafði sótt hana á jeppanum og þau höfðu haldið í hina
áttina, í gegnum fjöllin. Bróðir hennar hafði verið afslappaður
þegar hann keyrði eftir hlykkjóttum vegum þar sem vegaröxlin
var sama og engin.
Þann dag hafði sólin skinið í fjöllunum. Í kvöld hafði verið
dimmt tímunum saman og hún hafði verið þakklát fyrir hálfa
tunglið sem hékk lágt á himninum. Klukkan yrði orðin rúmlega
tíu þegar hún kæmi í kofann. Það skipti ekki máli. Enginn beið
hennar.
Hún átti að vera að vinna. Eins og alltaf.
Vissulega ekki á flótta.
Tíu mínútum síðar sá Chandler bílljós framundan og stillti á
lágu ljósin. Jeppinn mætti henni og hún sá móta fyrir tveimur í

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is