Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Grafin lifandi
Hún passaði fullkomlega í kassann. Ef hún teygði sig upp þá náði hún að snerta efri hlutann með höfðinu. Axlirnar strukust upp við hliðarnar og hún náði rétt svo að renna höndunum upp að bringu. Það var líka kolniðamyrkur.
Thora Graham sneri höfðinu og reyndi að kasta ekki upp. Hún taldi hægt upp á tíu til þess að ná stjórn á ógleðinni og öskrinu sem var að reyna að brjótast út. Þegar hún vaknaði fyrir nokkrum klukkutímum þá hafði hún misst stjórn á sér. Öskrað og reynt að opna kassann með öllum mætti. Hún hafði andað of hratt og misst meðvitund. Hún vissi betur núna.
Hún náði að snúa sér að stóru röri og lagði varirnar yfir það til þess að anda að sér fersku lofti. Hún taldi aftur upp á tíu þegar hún fann óttann læsast um sig aftur. Hugsaðu! Hvað veistu? Ekki mikið. Hún fór sjaldan út á lífið en þá hafði henni verið byrlað eitthvað og hún sett í viðarkassa.
Var hún neðanjarðar?
Hún fann óttann læðast að sér aftur. Hún andaði að sér meira súrefni. Rörið var vísbending. Það var ástæða fyrir því að það væri verið að halda henni á lífi. Það þýddi að hún hafði tíma til þess að komast út eða að minnsta kosti komast að því hver hafði gert henni þetta og af hverju. Sérfræðingar FBI voru þjálfaðir í að finna ólíklega hluti sem gætu passað í ráðgátu sem þurfti að leysa. En hún vann ekki lengur hjá FBI. Þau gætu ekki hjálpað henni núna. Hún varð að stóla á sínar eigin gáfur og þjálfun mannsins sem hún hafði sært.
Hann kemur.
Will Dresden var góður maður og það sem henni fannst mikilvægast í augnablikinu, mjög góður rannsóknarlögreglumaður.
Hann hafði unnið sem rannsóknarlögreglumaður í mörg ár áður en hann hækkaði í tign og þurfti að verja öllum sínum tímaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættan við smábátahöfnina
Billy Crouch, rannsakandi í lögreglunni í LA, gnísti tönnum.
Hann stóð frammi fyrir erfiðasta verkefni sem hann hafði lent í mjög lengi. Hjartað sló hratt og hann var þurr í munninum.
Hann var kallaður Svali en hafði aldrei fundist hann eins laus við að vera svalur á ævinni og einmitt núna. Hann klappaði á jakkavasann með þvölum lófa og andaði hratt frá sér. Hann var með allt sem hann þurfti til að sinna verkefninu.
Þegar tónlistin fór af stað gjóaði hann augunum að félaga sínum Jake McAllister. J-Mac hafði staðið með Billy í skotbardögum, sprengingum og slagsmálum og nú var komið að
Billy að standa með félaga sínum.
Hann nikkaði snöggt og steig til hliðar um leið og Kyra Chase, geislandi brúður Jake í hvítum blúndukjól og með
sítt bylgjandi slör, gekk til þeirra við útialtarið. Boginn yfir hamingjusama parinu var skreyttur með blómum og skeljum
og eitt skelfingarþrungið augnablik fór Billy að klæja í nefið.
Hann þurfti að hnerra.
Hann saug upp í nefið og tókst að forðast hörmungina, þreifaði eftir hringunum í vasanum einu sinni enn og kyngdi
ákaft á viðkvæmum augnablikum. Ef einhver átti hamingjuna skilið voru það þessi tvö. Hann stökk á fætur á réttum stað og veiddi hringana upp úr vasanum. Hann rétti manninum sem gaf þau saman hringana og þrýsti öxlina á Jake um leið.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Mansalshringurinn
Tim Ruskin, sérverkefnafulltrúi hjá FBI, þrýsti sér upp að málmvegg vöruskemmunnar og fitjaði upp á nefið yfir lyktinni
af rotnun og þvagi sem lagði úr hornunum. Hann færði sig til og hnéð á honum lenti utan í búri. Reiðin sem hann hafði
fundið fyrir þegar hann kom fyrst inn í húsið braust fram aftur og honum hitnaði öllum. Hann vildi ekki ímynda sér Lönu eða einhvern annan í haldi hérna inni.
Tveir glampar sáust frá litlu vasaljósi hinu megin í herberginu og Tim stífnaði upp og þreifaði eftir vopninu. Fingur hans
luktust um kaldan harðan málminn í byssunni og hann beit ákveðinn á jaxlinn. Hann myndi skjóta til að drepa ef einhvert af þessum lítilmennum svo mikið sem snerti vopn.
Það skrölti í hurðinni á vöruskemmunni og Tim spennti alla vöðva og gnísti tönnum þegar hann heyrði ískrið sem fylgdi
því þegar dyrnar opnuðust. Geisli frá vasaljósi féll yfir gólfið en ekkert sást nema skítug steinsteypan.
Tim hélt niðri í sér andanum, vonaði að sá sem var að koma inn væri með eitthvað meira en vasaljós í hendinni. Dyrnar
opnuðust betur og útlínur manns komu í ljós. Maðurinn hvæsti eitthvað og hóstaði meðan hann dragnaðist inn fyrir og dró eitthvað á hjólum á eftir sér.
Tim vöknaði um augun við að reyna að sjá eitthvað í myrkrinu fyrir aftan manninn sem blístraði falskt og sneri sér til að grípa í rofa til að kveikja ljós til að lýsa allt rýmið upp. Þó ekki í þetta skiptið því Tim og hans fólk hafði séð til þess. Náunginn greip í rofann og ekkert gerðist. Hann blótaði á spænsku.
Spænsku? Tim sleikti þurrar varirnar og leit til vinstri, eins og teymið hans hefði skýringu á því af hverju maðurinn talaði spænsku. Var von á félögum mannsins til að athuga af hverju ljósin kviknuðu ekki?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ráðgátan við vatnið
Ashlynn fann að það fór hrollur um hana þó að sólin skini milli trjágreinanna og myndaði doppótt mynstur á jörðinni. Hún vafði handleggjunum um sig og hélt fast um piparúðabrúsann í annarri hendinni. Sean, bróðir hennar, hafði samþykkt að hitta einhvern við vatnið og það hafði ekki endað vel fyrir hann.
Hún var að vísu ekki á leiðinni til að hitta neinn og Sean hafði farið út um miðja nótt. Hún var á ferðinni um hábjartan
dag, annað en kjáninn bróðir hennar, og á stígnum var nóg af göngufólki á ferðinni svo og hjólreiðafólki sem jós rykinu
upp á leiðinni upp brattann. Hana sveið í nefið af tárum og hún þerraði nefbroddinn með annarri erminni. Nú gat enginn sagt Sean neitt.
Hann hafði haldið úti bloggi um sanna glæpi og gengið mjög vel af því að hann hikaði ekki við að stofna sér í hættu og taka áhættu. Hún varð að feta í fótspor hans ef hún ætlaði að eiga möguleika á að halda blogginu hans áfram. Hún vildi ekki að LA Confidential dæi með bróður hennar.
Ashlynn belgdi út kinnarnar og þrammaði áfram. Hún ætlaði að fara alveg að vatninu og svipast um, taka kannski nokkar myndir og bíða eftir næstu skilaboðum, ef þau yrðu fleiri. Ef nafnlausi tengiliðurinn, sem hafði sent henni ábendingu um bíl á kafi í Kawayu-vatninu, myndi ekki senda önnur skilaboð ætlaði hún að leita að annarri sögu til að fjalla um á blogginu.
Hún stoppaði undir tré og tók upp símann til að opna kortið af göngusvæðinu en þurfti að stökkva til hliðar til að víkja fyrir skokkurum. Hún kallaði inn í rykmökkinn á eftir þeim: –Hvar á að fara út af stígnum til að komast að vatninu?Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfnu stúlkurnar
Hlið fangelsisins lokaðist á eftir Lori. Hún steig fast á bensíngjöfina um leið og hún þurrkaði tár af vanganum með
handarbakinu. Tárin komu alltaf eftir heimsóknina. Hún leyfði þeim ekki að koma meðan hún sat andspænis Danny.
Hún hafði ekki verið með neinar góðar fréttir fyrir bróður sinn sem var á sjötta ári afplánunar fyrir glæp sem
hann framdi ekki. Eins og Danny hefði myrt kærustuna sína? Hann hafði elskað Elenu meira en nokkurn annan í
veröldinni.
Hann hafði elskað hana af ástríðu. Lágværa röddin í höfðinu á henni hvíslaði: of mikið? Lori bægði þessum
orðum frá sér um leið og hún þurrkaði annað tár sem læddist niður vanga hennar.
Saksóknarinn hafði haldið því fram að Danny hefði myrt Elenu í hita augnabliksins og þess vegna hafði hann verið
ákærður fyrir manndráp en ekki morð. Hann hafði játað en bara til að fá þennan samning. Hann hafði fullyrt við
Lori að hann hefði ekki myrt Elenu og hún trúði honum.
Út af fingrafarinu.
Hún spretti fingrum á stýrinu, sveitt í lófunum, þegar hún ók út á hraðbrautina sem lá til baka til Los Angeles.
Lögreglan hafði fundið fingrafar á vettvangi, þegar Elena var myrt, sem var ekki hægt að bera kennsl á. Það hafði
ekki tekist ennþá en lögreglan hafði eiginlega hætt að leita þegar Danny játaði morðið á sig.
Lori hafði leitað að eiganda fingrafarsins síðan. Eftir framhaldsskólann hafði hún ætlað í réttarmeinafræði en
dularfulla fingrafarið hafði leitt hana yfir í fingrafaragreiningu og hún vann sem fingrafarasérfræðingur hjá lögreglunni
í LA.
Hún var nýbúin með verkefni hjá starfshóp sem hafðiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skuggar fortíðar
Stone Lawson lögreglustjóri seig niður í stólinn og starði á bréfið sem var merkt: „Til eldri útgáfunnar af mér“. Hann
hafði opnað tímahylki á vígsluhátíðinni daginn áður og dregið upp bréf sem bekkjarfélagar hans höfðu skrifað sjálfum sér til að spá fyrir um hvernig líf þeirra yrði mörgum árum síðar.
Hann hafði lofað sjálfum sér því að feta í fótspor pabba síns og ganga í lögregluna. Hann hafði haldið að hann yrði búinn að eignast konu og slatta af strákum, sitt eigið fótboltalið, en það hafði allt breyst daginn sem skotárásin var framin. Daginn sem Mickey, litli bróðir hans, hafði orðið blindur eftir að hafa fengið skot í sig.
Stone kreppti hnefana. Hann var eldri bróðirinn og hefði átt að vernda Mickey.
Hann fann sektarkenndina blossa upp í hvert sinn sem hann sá Mickey eða talaði við hann. Þeir höfðu verið miklir vinir
þegar þeir voru að alast upp, spilað fótbolta og farið saman að veiða, en svo hafði framtíð Mickey breyst snögglega. Hann lokaði augunum og sá bróður sinn fyrir sér berjast fyrir lífi sínu, kyngdi svo sársaukanum og hringdi í Mickey.
Hann svaraði ekki og Stone varð áhyggjufullur. Vonandi var Mickey ekki blindfullur. Hann var farinn að drekka allt
of mikið.
Aðstoðarlögreglustjórinn stakk höfðinu inn fyrir gættina.
–Lögreglustjóri, Hazel LeCroy var að hringja. Hún sagði að einhver hefði brotist inn í veðlánarabúðina og stolið byssu.
Það gat ekki boðað gott.
Hann lét aðra á stöðinni vita af því hvert hann var að fara og fór út í bíl. Hann var með slæma tilfinningu fyrir þessu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannleikurinn
Þau voru öll sek.
Reiðin ólgaði í honum meðan hann las boðskortið sem hann hélt á:
Þér er hér með boðið á vígsluathöfn nýja framhaldsskólans í Briar Ridge.
Taktu þátt í því að vígja bygginguna með okkur.
Hún verður tileinkuð minningu þeirra sem létust í skotárásinni í framhaldsskólanum í Briar Ridge og
við skulum fagna nýju upphafi.
Kate McKendrick,
skólastjóri framhaldsskólans í Briar Ridge.
Hann kreppti hnefana. Fyrir 15 árum síðan hafði skotárásin í skólanum klofið bæinn. Fjórir nemendur höfðu látist og einn kennari og margir særst. Ned Hodgins, sem stóð fyrir árásinni, hafði síðan skotið sig.
Bekkjarfélagar hans höfðu verið í áfalli. Engum hafði dottið í hug að Ned gæti gert eitthvað þessu líkt en allir höfðu verið of uppteknir á íþróttaleikjum, dansleikjum og í félagslífinu til að taka eftir því að Ned var illa staddur.
Að aðrir voru líka skildir útundan.
Hann opnaði árbókina og klippti út myndirnar af öllum þeim sem höfðu ekki komið vel fram við Ned. Gert eitthvað á hlut hans. Hann lagði myndirnar skipulega á eldhúsborðið.
Þau voru öll svo vinsæl. En eigingjörn.
Hann bankaði á myndina af Kate með fingrinum. Hún hafði viljað láta rífa gamla skólann. Eyðileggja fortíðina. Þurrka hana burtu eins og ekkert hefði gerst.
Hún varð að gjalda fyrir það.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eftirförin
Lana Iona tók af sér svuntuna með andvarpi. Það var lýjandi að vera yfirkokkur hjá Carriage House, fínasta veitingahúsinu í Great Falls, ekki síst á laugardagskvöldum þegar staðurinn var opinn lengi frameftir og þau þurftu líka að undirbúa síðbúna morgunverðinn fyrir næsta dag. Sem betur fór höfðu bæði hún og starfsfólkið verið í sínu besta formi um kvöldið og ekki verið komið fram að miðnætti þegar hún var búin að vinna. Sennilega var það persónulegt met.
Hún tók dótið sitt úr skápnum sínum, slökkti ljósin í eldhúsinu og fór síðustu yfirferðina áður en hún læsti öllu og
fór fram.
Carriage House var í sögufrægu húsi sem var eldra en Lana sem var nýorðin þrítug. Hún hafði eytt afmælisdeginum
helgina áður við vinnu, í staðinn fyrir að halda upp á afmælið með vinum eða ættingjum. Að hluta til af því að allir vinir
hennar voru komnir með maka og börn og foreldrar hennar höfðu farið á eftirlaun síðasta haust og flutt til Montana en
að hluta til af því að hún elskaði vinnuna sína næstum því jafn mikið og þetta hús.
Tim Williams, eigandi veitingahússins, hafði engu til sparað þegar húsið var gert upp og árangurinn var eftir því. Þetta
var vinsæll staður fyrir alls konar veislur og fundi og Lana var viss um að eldamennskan hennar ætti einhvern þátt í því líka.
Þetta var draumastarfið hennar. Hún vann 14 tíma á dag og ilmaði alltaf af grilluðu kjöti eða smjörsósu en það var
þess virði. Það var hægt að sofa seinna, ekki satt?
–Tim? kallaði hún og gekk að ganginum sem lá að skrifstofunum. Tim hafði verið annars hugar allan daginn og
hún vildi vera viss um að það væri allt í lagi að skilja hann einan eftir. Ef hún gæti hjálpað honum eitthvað ætlaði hún að reyna það. –Það er læst að framan og bakdyramegin og ég erEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Horfna vitnið
Jen Jordan lagaði sex mánaða gamlan son sinn, D.J., í burðarskýlunni sem hún var með framan á sér á leiðinni gegn um félagsheimilið í Crestwood, Kentucky. Dagar hennar sem sundþjálfara höfðu breyst og eftir að Dylan yngri fæddistkenndi hún sund á kvöldin. Hún saknaði sundkennslunnar á daginn ekki eftir að hún eignaðist sinn eigin fullkomna engil til að annast um. Hún og D.J. höfðu verið að ljúka átta vikna kennslulotu hjá Water Babies, sundnámskeiðum sem áttu að hjálpa foreldrum og tveggja ára börnum þeirra að slaka á og tengjast sterkari böndum. Jen var tilbúin til að halda upp á þetta. Síminn hennar tók við endalausum skilaboðum, póstum og tilkynningum þegar hún gekk út úr gömlu steinsteyptu byggingunni með fréttum af öllu sem hún hafði misst af meðan hún var með námskeiðið. Hún valdi númerið hjá Madison, meðleigjanda sínum, á leiðinni gegnum anddyrið. Madison hafði ekki svarað símtölum frá Jen fyrir námskeiðið en þær voru báðar með sama staðsetningarappið í símanum sem hafði sýnt að Madison væri stödd í almenningsgarðinum. Hún fór oft þangað til að hugsa. Jen bjóst við að Madison hefði gleymt sér yfir góðri bók, eða í góðum hlaupatúr, en nú var sólin að setjast og Madison ætti að vera komin heim. Ef heppnin var með væri Madison ekki búin að borða því Jen ætlaði að hafa eitthvað gott í matinn í kvöld.
–Hvað eigum við að kaupa í kvöldmatinn? spurði hún D.J. meðan hún beið eftir að síminn færi að hringja.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Feluleikur
Gina Ricci flýtti sér eins og hún gat. Hún fann að kvíðinn innra með henni jókst meira og meira. Það var komið haust og svalt úti og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún notið þess að ganga heim eftir kvöldvaktina í dýraathvarfinu en núna var eitthvað að. Hún fann það á sér. Hún lagði lófann á magann sem var aðeins farinn að stækka og minnti sjálfa sig á að Tony, fyrrverandi kærastinn hennar sem var ekki með öllum mjalla, gæti hvorki náð til hennar né ófædda barnsins hennar. –Þetta er allt í lagi, sagði hún, til að róa eigin taugar og hughreysta barnið. –Ég gerði allt rétt núna og það getur ekki verið að hann sé hérna. Þessi orð voru orðin að möntru eftir að hún flutti til Great Falls í Kentucky. Þetta var fjórði viðkomustaður hennar á tveimur mánuðum í felum. Hún hafði lært að notast einungis við reiðufé og leigði íbúð þar sem umsjónarmaðurinn var tilbúinn til að sleppa bakgrunnskönnunum og athugun á lánstrausti. Hún hafði fundið vinnu og lækni sem var tilbúinn til að sinna henni, þó að hún væri ekki með sjúkratryggingu, og naut þess að vera ein. Í þetta skipti var hún vongóð. Hún setti hettuna yfir höfuðið í súldinni og flýtti sér í áttina að heimili sínu. Verslanirnar sem stóðu við litlu götuna voru að loka og barirnir að opna. Gina taldi skrefin og hugsaði um köldu regndropana, frekar en allt sem gæti farið úrskeiðis. Vöðvarnir voru stífir en þreyttir eftir langan vinnudag hjá BFF dýraathvarfinu og slakandi sturta var eitthvað sem hún gat vel hugsað sér. 6 klukkustunda vinna við að hjálpa dýrum og fólki við að finna nýju bestu vini sína var lýjandi vinna, svo að ekki sé minnst á öll dýrahárin sem fylgdu vinnunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.