Flýtilyklar
Ást og afbrot
Horfna vitnið
Lýsing
Jen Jordan lagaði sex mánaða gamlan son sinn, D.J., í burðarskýlunni sem hún var með framan á sér á leiðinni gegn um félagsheimilið í Crestwood, Kentucky. Dagar hennar sem sundþjálfara höfðu breyst og eftir að Dylan yngri fæddistkenndi hún sund á kvöldin. Hún saknaði sundkennslunnar á daginn ekki eftir að hún eignaðist sinn eigin fullkomna engil til að annast um. Hún og D.J. höfðu verið að ljúka átta vikna kennslulotu hjá Water Babies, sundnámskeiðum sem áttu að hjálpa foreldrum og tveggja ára börnum þeirra að slaka á og tengjast sterkari böndum. Jen var tilbúin til að halda upp á þetta. Síminn hennar tók við endalausum skilaboðum, póstum og tilkynningum þegar hún gekk út úr gömlu steinsteyptu byggingunni með fréttum af öllu sem hún hafði misst af meðan hún var með námskeiðið. Hún valdi númerið hjá Madison, meðleigjanda sínum, á leiðinni gegnum anddyrið. Madison hafði ekki svarað símtölum frá Jen fyrir námskeiðið en þær voru báðar með sama staðsetningarappið í símanum sem hafði sýnt að Madison væri stödd í almenningsgarðinum. Hún fór oft þangað til að hugsa. Jen bjóst við að Madison hefði gleymt sér yfir góðri bók, eða í góðum hlaupatúr, en nú var sólin að setjast og Madison ætti að vera komin heim. Ef heppnin var með væri Madison ekki búin að borða því Jen ætlaði að hafa eitthvað gott í matinn í kvöld.
–Hvað eigum við að kaupa í kvöldmatinn? spurði hún D.J. meðan hún beið eftir að síminn færi að hringja.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók