Ást og afbrot

Ráðgátan við vatnið
Ráðgátan við vatnið

Ráðgátan við vatnið

Published September 2023
Vörunúmer 444
Höfundur Carol Ericson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Ashlynn fann að það fór hrollur um hana þó að sólin skini milli trjágreinanna og myndaði doppótt mynstur á jörðinni. Hún vafði handleggjunum um sig og hélt fast um piparúðabrúsann í annarri hendinni. Sean, bróðir hennar, hafði samþykkt að hitta einhvern við vatnið og það hafði ekki endað vel fyrir hann.
Hún var að vísu ekki á leiðinni til að hitta neinn og Sean hafði farið út um miðja nótt. Hún var á ferðinni um hábjartan
dag, annað en kjáninn bróðir hennar, og á stígnum var nóg af göngufólki á ferðinni svo og hjólreiðafólki sem jós rykinu
upp á leiðinni upp brattann. Hana sveið í nefið af tárum og hún þerraði nefbroddinn með annarri erminni. Nú gat enginn sagt Sean neitt.
Hann hafði haldið úti bloggi um sanna glæpi og gengið mjög vel af því að hann hikaði ekki við að stofna sér í hættu og taka áhættu. Hún varð að feta í fótspor hans ef hún ætlaði að eiga möguleika á að halda blogginu hans áfram. Hún vildi ekki að LA Confidential dæi með bróður hennar.
Ashlynn belgdi út kinnarnar og þrammaði áfram. Hún ætlaði að fara alveg að vatninu og svipast um, taka kannski nokkar myndir og bíða eftir næstu skilaboðum, ef þau yrðu fleiri. Ef nafnlausi tengiliðurinn, sem hafði sent henni ábendingu um bíl á kafi í Kawayu-vatninu, myndi ekki senda önnur skilaboð ætlaði hún að leita að annarri sögu til að fjalla um á blogginu.
Hún stoppaði undir tré og tók upp símann til að opna kortið af göngusvæðinu en þurfti að stökkva til hliðar til að víkja fyrir skokkurum. Hún kallaði inn í rykmökkinn á eftir þeim: –Hvar á að fara út af stígnum til að komast að vatninu?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is