Flýtilyklar
Ást og afbrot
Hættan við smábátahöfnina
Lýsing
Billy Crouch, rannsakandi í lögreglunni í LA, gnísti tönnum.
Hann stóð frammi fyrir erfiðasta verkefni sem hann hafði lent í mjög lengi. Hjartað sló hratt og hann var þurr í munninum.
Hann var kallaður Svali en hafði aldrei fundist hann eins laus við að vera svalur á ævinni og einmitt núna. Hann klappaði á jakkavasann með þvölum lófa og andaði hratt frá sér. Hann var með allt sem hann þurfti til að sinna verkefninu.
Þegar tónlistin fór af stað gjóaði hann augunum að félaga sínum Jake McAllister. J-Mac hafði staðið með Billy í skotbardögum, sprengingum og slagsmálum og nú var komið að
Billy að standa með félaga sínum.
Hann nikkaði snöggt og steig til hliðar um leið og Kyra Chase, geislandi brúður Jake í hvítum blúndukjól og með
sítt bylgjandi slör, gekk til þeirra við útialtarið. Boginn yfir hamingjusama parinu var skreyttur með blómum og skeljum
og eitt skelfingarþrungið augnablik fór Billy að klæja í nefið.
Hann þurfti að hnerra.
Hann saug upp í nefið og tókst að forðast hörmungina, þreifaði eftir hringunum í vasanum einu sinni enn og kyngdi
ákaft á viðkvæmum augnablikum. Ef einhver átti hamingjuna skilið voru það þessi tvö. Hann stökk á fætur á réttum stað og veiddi hringana upp úr vasanum. Hann rétti manninum sem gaf þau saman hringana og þrýsti öxlina á Jake um leið.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók