Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Fjársjóðurinn
–Já, það er ég, sagði hún. –Ég vissi það. Hann rétti fram höndina. Bros hans var heillandi. –Gary Dodge sagði mér að svipast um eftir glæsilegri, ljóshærðri konu. –Þú hlýtur að vera Frank Hastings, sagði hún. Hana langaði til að skella upp úr og ranghvolfa augunum en hún sat á sér. Hún vissi vel að hún var þreytuleg og útkeyrð að sjá. –Kallaðu mig Frankie, sagði hann og sleppti hendi hennar. –Má ég setjast? Hún kinkaði kolli og hann settist andspænis henni. Hún hafði séð mynd af honum og vissi því að hann var aðlaðandi, en myndin hafði hvorki komið orkunni til skila sem einkenndi hann né kvikri forvitninni í augunum. Vonir hennar um að hafa yfirhöndina gagnvart honum minnkuðu til muna þegar hann horfði á hana og leyndi því ekki að hann var að vega hana og meta. Hún vissi að hann átti gríðarstóran búgarð í miðju Idaho ríki ásamt föður sínum og bræðrum. Hann var sólbrúnn, trúlega af útiverunni, en samt var hann ekkert sérlega kúrekalegur. Það þótti henni merkilegt. Hann brosti aftur, líkt og hann vissi að hann væri undir smásjánni hjá henni. Ósjálfrátt bar hún hann saman við sinn fyrrverandi. Hún horfði í gaupnir sér og skammaðist sín. Það þýddi ekkert að hugsa um gamla kærasta. Hún varð að einbeita sér að máli ömmu sinnar. –Er eitthvað að? spurði hann. Hún hristi höfuðið. –Nei. –Þakka þér fyrir að fallast á að hitta mig, sagði hann. Í sama bili kom þjónn aðvífandi. Frankie pantaði sér krabbakökur og salat án þess að hafa litið á matseðilinn. Kate bað
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Skálkaskjól
Sierra Hyde faldi geispann á bak við krepptan hnefann og hélt á hvítvínsglasinu í hinni þar sem hún sat við langa mahóníborðið á barnum. Tónlistin, básarnir innar í salnum og stóru speglarnir... henni fannst hún hafa komið hingað áður en athygli hennar var þó fyrst og fremst bundin kvenmanni sem sat einsömul í dimmum bás innst í salnum. Konan var Natalia Bonaparte, þrjátíu og þriggja ára gömul og starfaði sem atvinnuráðgjafi. Tíð augnatillit á demöntum skreytt úr sem hún bar um úlnliðinn benti til þess að náunginn, sem hún hafði mælt sér mót við, væri seinn fyrir en það vissi Sierra fyrir. Hún var þarna stödd til að ná ljósmynd af náunganum og konunni saman. Samkvæmt skjólstæðingi Sierru, Savönnuh Papadakis, yrði sá náungi brátt fyrrverandi eiginmaður Savönnuh. Það var eins gott að rétti náunginn léti sjá sig því það var orðið ansi þreytandi að fylgja Nataliu eftir þótt það hefði einungis staðið yfir í tvo daga. Á þeim stutta tíma hafði hún þurft að sækja hvert öldurhúsið á fætur öðru þar sem Natalia reyndist vera ansi virk á félagslega sviðinu. −Má bjóða þér annan? spurði barþjónninn. Sierra leit undrandi á glasið í hönd sér og sá að það var hálftómt. –Við skulum láta engiferöl duga, svaraði hún. Ef heppnin væri með henni léti eiginmaður skjólstæðings hennar sjá sig fljótlega þannig að hún næði nokkrum ljósmyndum af þeim skötuhjúunum saman og gæti síðan drifið sig heim. Hún þurfti á góðum nætursvefni að halda eftir að hafa hangið yfir kvenmanninum á diskóteki hálfa nóttina á undan. Barþjónninn hellti engiferöli í glas handa henni og í sömu andrá voru útidyrnar að kránni opnaðar. Tveir ungir piltar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Varmenni
–Ég vil fara til mömmu, kveinaði strákurinn. Maðurinn kom í símann. –Lily? Hélstu virkilega að þú fengir að sjá hann aftur? –Þetta er ekki Lily. mælti Chance. –Ég er vinur Charlies. Ert þú Jeremy Block? –Hvaða máli skiptir það? –Drengurinn er í uppnámi. Hvað er um að vera? –Ekkert sem þér kemur við, sagði Block og rauf sambandið. Enginn númerabirtir var á símanum á búgarðinum svo að Chance valdi kóða til að komast að því úr hvaða númeri hafði verið hringt. Hann skrifaði númerið á miða og hringdi svo í það. Hann fékk samband við símsvara, þar sem Block sagði hringjandanum hryssingslega að skilja eftir nafn og númer, en af svæðisnúmerinu sá Chance að Charlie var í Boise eða í grennd við þá borg. Hann hringdi í gamlan fjölskylduvin, rannsóknarlögregluþjóninn Robert Hendricks, og sagði honum frá símtalinu. –Láttu mig fá númerið, sagði Hendricks. –Þú verður að bjarga stráknum, sagði Chance. Kendricks þagði andartak. –Gerard sagði mér að þú vildir ekkert vita af Lily Kirk eftir að hún fór frá búgarðinum. Var það misskilningur hjá honum? –Nei. En nú er Charlie í hættu og þá horfir málið öðruvísi við. –Hann er ekki í hættu, sagði Hendricks hægt. Chance rétti úr sér? –Ha? Hvernig geturðu fullyrt það? Ertu búinn að gleyma Jodie Brown og það sem hann gerði við Kinsey af því að hann hélt að hún væri Lily?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Banaráð
Kinsey Frost var hæstánægð með nýja heimilið sitt í New O rleans, sama hvernig veðrið hegðaði sér. Frá því að hún fluttist til borgarinnar fyrir nokkrum árum höfðu alls kyns stormar og stórviðri skekið hana, en hún hafði eiginlega bara notið allra látanna. Hins vegar voru tilfinningarnar blendnar á þessum sumardegi þegar loftrakinn var svo mikill að jaðraði við úða og enga golu var að fá af Mississippifljóti. Til að bæta gráu ofan á svart var gangstéttin full af fólki, tíminn af skornum skammti og bakið aumt eftir daglangt stigaklifur. Kinsey var að því komin að hóa í leigubíl, en hún átti skammt ófarið heim. Því miður hafði hún bara klukkustund til að fara í steypibað, skipta um föt og fara aftur í listhúsið þaðan sem hún var að koma. Tíminn var naumur og hún ákvað að þegar hún væri búin að þvo sér og hafa fataskipti skyldi hún keyra að listhúsinu í stað þess að ganga eins og venjulega. Til að hugsa um eitthvað annað en eymdarástand sitt fylgdist hún með vegfarendum á stéttinni. Hún var listamaður og hafði því ætíð áhuga á fólki, jafnvel baksvipnum á því. Beint fyrir framan hana gekk kona sem hafði bundið hárið í hnút og stungið í hnútinn rauðum prjónum af einhverju tagi. Þar fyrir framan örkuðu tveir kaupsýslumenn í jakkafötum og deildu um eitthvað sem var þeim greinilega mikið hjartans mál. Þarna var líka kona sem leiddi tvær litlar telpur, sem ef til vill voru tvíburar. Lengra í burtu sá Kinsey glitta í brúnan kúrekahatt. Eigandinn reyndist vera hávaxinn, dökkhærður maður, klæddur svörtu leður vesti, gallabuxum og svörtum stígvélum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Leitin að sannleikanum
–Guð blessi okkur öll. Katie Rinaldi klappaði ásamt öðrum sem voru staddir í samkomusal skólans en flest sætin voru mannlaus. Leikhópur hverfisins, sem hún var í, var að æfa Jólasögu eftir Charles Dickens. Hvíthærði maðurinn, sem lék Ebenezer Scrooge, stóð á miðju sviðinu, tók í hendur fólks og tók við hamingjuóskum frá öðrum leikurum eftir fyrstu tækniæfingu með hljóðum og ljósum. Búningarnir sem hún hafði hannað handa vofunum þremur virtust passa vel. Um leið og hún yrði búin að mála grímuna handa anda framtíðarjólanna gæti hún setið og notið þess að horfa á leikritið eins og hver annar áhorfandi. Allt í lagi þá, eins og stolt mamma. Hún horfði bara á Tim litla. Hún lyfti þumalfingri til sonar síns og hló þegar hann átti í baráttu við langar ermarnar á jakkanum sínum við að lyfta fingrinum til baka. Hann ranghvolfdi augunum pirraður og hlátur hennar varð að skilningsríku brosi. Hún myndaði með vörunum, –Allt í lagi, ég skal laga þetta. Þegar Tyler Rinaldi var viss um að hún væri búin að sjá þetta sneri hann sér að stráknum við hliðina á sér sem lék einn af eldri Cratchit-bræðrunum og fór að spjalla við hann. Ein stúlknanna kom í hópinn, tók með sér leikmun og um leið voru þau farin að metast um hver yrði fyrstur til að koma tréboltanum, sem var festur við streng, í skálina. Katie hafði þegar nóg að gera í starfi sínu hjá lögreglunni í Kansas City og við erilinn sem fylgdi jólaundirbúningnum, þó að hún bætti ekki starfinu við leikritið við hjá sér en hún var
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Launungarmál
–Af hverju myrtirðu konuna, Stephen? spurði Rosemary March og horfði yfir rispað borðið á yngri bróður sinn. –Og ekki segja að það hafi verið til að ræna hana og fá peninga fyrir fíkniefnum. Ég veit að þú ert ekki þannig. Rosemary horfði á 28 ára karlmanninn sem hún hafði reynt að ala upp eftir að flugslys fyrir nokkrum árum hafði gert þau munaðarlaus. Hún reyndi að láta sem fólk fylgdist ekki með þeim í gegnum gluggana. Það var auðveldara en að láta sem hún fyndi ekki fyrir innilokunarkennd í þessum litla heimsóknarklefa í fylkisfangelsinu í Missouri. En það var ómögulegt að hunsa glamrið frá hlekkjunum sem Stephen March var með um ökkla og úlnliði. –Þú spyrði mig í hvert skipti sem þú kemur, Rosemary. –Af því að ég er ekki ánægð með svörin sem þú hefur gefið mér. Hún strauk fingri eftir kraganum á blússunni sinni og sagði sjálfri sér að hún svitnaði vegna sumarhitans í Missouri, ekki vegna augnaráðsins sem hún fékk frá öðrum fanga eða þeirrar ráðgátu af hverju bróðir hennar hafði myrt konu sem hann þekkti ekki. –Ég þoli ekki að sjá þig hérna. –Þú verður að hætta að velta þér upp úr þessu. Ég á skilið að vera hérna. Trúðu mér. Það hefði aldrei orðið neitt úr mér hvort sem er. –Það er ekki satt. Listrænir hæfileikar þínir hefðu getað... –En ég nýtti þá ekki. Hann hamraði fingrunum á borðplötuna. Þannig hafði hann alltaf verið. Ofvirkur. Alltaf á hreyfingu, alltaf fullur af orku. Faðir þeirra hafði komið honum í frjálsar íþróttir, móðir þeirra hafði fengið honum teikniblýant. Sú útrás gat þó ekki keppt við amfetamínfíknina sem hafði eyðilagt líf hans. –Að missa mömmu og pabba afsakaði ekki að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hulduleikur
–Af hverju er málið flokkað sem kalt? Olivia Watson rannsóknarlögreglumaður settist á hækjur sér hjá líkinu sem lá á þykku skrifstofuteppinu. Það hafði fengið þungt höfuðhögg. Blóðpollurinn virtist nógu nýr. Það sem talið var vera morðvopnið, verðlaunagripur fyrir sjálfboðastörf sem tekinn hafði verið af skrifborði þess látna, hafði þegar verið sett í poka og merkt af tæknimanninum sem stóð skammt frá og talaði við réttarlækninn. Einkennisklæddur lögreglumaður og tveir öryggisverðir héldu aftur af starfsfólkinu, sem var gáttað og sorgmætt. Kober & félagar, almannatengslafyrirtækið. Þarna voru einnig forvitnir áhorfendur úr öðrum fyrirtækjum í byggingunni. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir voru hinum megin í herberginu að tala við einkaritarann, sem hafði komið í vinnuna eftir hálfs dags dekur í heilsulind og fundið líkið. Þeir virtust hafa góða stjórn á öllu. Af hverju að kalla á hana, sem var í deild í fjórða umdæmi sem sinnti gömlum málum? Olivia hvíldi framhandleggina á lærunum á sér og virti f yrir sér hinn látna, sem virtist vera á sjötugsaldri. Þetta háhýsi úr stáli og gleri í miðborg Kansas City var næstum jafn nýtt og morðið sjálft. Hún var vön að vinna með rykuga kassa og krufningarskýrslur sem vöktu margar spurningar sem ekki hafði verið svarað. Hún vann með beinagrindur og uppþornuð lík, eða áætluð fórnarlömb sem aldrei höfðu fundist. Flestir töldu að deildin hennar fengi auðveldari verkefni en þær sem sinntu nýjum glæpum. Hún vildi líta þannig á það að það þyrfti meiri gáfur, innsæi og þrautseigju en í öðrum deildum lögreglunnar í Kansas City.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Eldur
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn.
Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær?
Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér.
Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum.
Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll.
–Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf.
–Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Vitfirring
Braydon Thatcher rannsóknarlögreglumaður leit á bryggjuna með reiði sem hann hafði lært að byrgja inni. Það skipti ekki máli hvað langur tími leið, þessi staður var hans persónulega helvíti.
–Ég skil það bara ekki. Við Amanda rifumst stundum en aldrei svo heiftarlega að hún myndi fara.
Brandon leit af bryggjunni, sem bar ekki lengur nafn Bartlebee heldur nafn Alcaster, og leit á Marinu Alcaster. Hún var að rúmlega sextug en leit út fyrir að vera áttræð. Horaðir útlimir virtust brothættir og hún var hokin. Allir í Culpepper vissu þó að hún var afar skapstygg. Skrækirnir hennar gátu heyrst um allan bæinn.
Þess vegna var enginn, hvorki Braydon né félagi hans Tom Langdon, hissa á að heyra að Amanda væri farin. Mamma hennar neitaði þó að trúa því.
–Hvenær rifust þið síðast? spurði Tom og gjóaði augunum á Braydon þegar Marina hikaði. –Rifust þið í gærkvöldi?
Marina herpti saman varirnar. –Ég myndi ekki kalla það rifrildi... en við töluðum saman.
Braydon lyfti brúnum og Tom skrifaði hjá sér. –Hvernig var samtalið?
Marina setti aðra hönd á mjöðmina. –Hávært samtal. Hún hnussaði.
–Var Amanda reið þegar þessu háværa samtali lauk?
–Jæja, já. Hún settist inn í bílinn sinn og fór. En hún kom aftur seinna! bætti hún við áður en Braydon eða Tom gátu sagt nokkuð. –Sjáið... Hún benti yfir öxlina á sér, á bláa Hondu.
–Þetta er bíllinn hennar.
–Og hefurðu ekki séð hana síðan?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Saklaus
Mike Ferguson krosslagði fæturna til skiptis.
Enda þótt glæsilega hótelherbergið væri hlaðið hormónaþrunginni spennu var þessi hreyfing eina vísbendingin um að hún hefði áhrif á hann. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ferguson tók öllu með jafnaðargeði. Ekkert mat hann meira í fari fólks en jafnaðargeð. Mönnunum tveimur fyrir framan hann veitti svo sannarlega ekki af slíku.
Annar hélt krumlunum um hálsinn á hinum og var á nálum.
Jafnvel á ystu nöf. Hann ætti að vera rólegur og öruggur með sig. Þannig urðu menn færir í þessu starfi. Þess í stað notaði
hann þótta og beitti þvingunum til að hafa sitt fram.
Maðurinn á hnjánum var ekki hótinu skárri. Mannleysa, sem hrein. Hann hefði að minnsta kosti hrinið ef hann hefði komið
upp einhverju meiru en lágværum stunum. Ef hann hefði verið harðari af sér hefði honum verið sleppt fyrir löngu og í stað ofbeldis hefði átt sér stað samtal á sanngjörnum nótum.
Ferguson andvarpaði.
Mennirnir tveir voru báðir veiklyndir í hans augum. Hann skammaðist sín fyrir að vinna með þeim.
Ferguson var svo hjartanlega sama um þá að hann mundi ekki einu sinni hvað þeir hétu. Því miður þurfti hann á þeim að halda við þetta verkefni. Þeir voru nefnilega einu mennirnir sem vissu jafn mikið og Mike um starfsemi hans. Þeir vissu að í eitt skipti á tuttugu árum hafði hann misst stjórn á sér við það að reyna að vernda allt það sem hann hafði lagt svo hart að sér við að eignast.
–Þú þykist hafa fundið Mike Ferguson, hvæsti annar maðurVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.