Ást og afbrot

Hulduleikur
Hulduleikur

Hulduleikur

Published Október 2016
Vörunúmer 361
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Af hverju er málið flokkað sem kalt? Olivia Watson rannsóknarlögreglumaður settist á hækjur sér hjá líkinu sem lá á þykku skrifstofuteppinu. Það hafði fengið þungt höfuðhögg. Blóðpollurinn virtist nógu nýr. Það sem talið var vera morðvopnið, verðlaunagripur fyrir sjálfboðastörf sem tekinn hafði verið af skrifborði þess látna, hafði þegar verið sett í poka og merkt af tæknimanninum sem stóð skammt frá og talaði við réttarlækninn. Einkennisklæddur lögreglumaður og tveir öryggisverðir héldu aftur af starfsfólkinu, sem var gáttað og sorgmætt. Kober & félagar, almannatengslafyrirtækið. Þarna voru einnig forvitnir áhorfendur úr öðrum fyrirtækjum í byggingunni. Rannsóknarlögreglumennirnir tveir voru hinum megin í herberginu að tala við einkaritarann, sem hafði komið í vinnuna eftir hálfs dags dekur í heilsulind og fundið líkið. Þeir virtust hafa góða stjórn á öllu. Af hverju að kalla á hana, sem var í deild í fjórða umdæmi sem sinnti gömlum málum? Olivia hvíldi framhandleggina á lærunum á sér og virti f yrir sér hinn látna, sem virtist vera á sjötugsaldri. Þetta háhýsi úr stáli og gleri í miðborg Kansas City var næstum jafn nýtt og morðið sjálft. Hún var vön að vinna með rykuga kassa og krufningarskýrslur sem vöktu margar spurningar sem ekki hafði verið svarað. Hún vann með beinagrindur og uppþornuð lík, eða áætluð fórnarlömb sem aldrei höfðu fundist. Flestir töldu að deildin hennar fengi auðveldari verkefni en þær sem sinntu nýjum glæpum. Hún vildi líta þannig á það að það þyrfti meiri gáfur, innsæi og þrautseigju en í öðrum deildum lögreglunnar í Kansas City.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is