Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Bryggjan
Dragreipin skullu utan í möstrin á seglbátunum við bryggjuna
svo að bergmálaði yfir vatnið. Hljóðið var óhugnanlegt og
minnti á feigðarboða.
–Hann vill hefna sín á þér af því að þú lékst á hann og ef þú
gætir þín ekki nær hann þér.
Það fór hrollur um Kacie Manning. Hún starði á manninn
sem stóð rétt fyrir framan hana. Andlit hans var hulið af hafnaboltahúfu og klút sem hann hafði bundið fyrir munn og höku.
–Værirðu ekki til í að fara til lögreglunnar og segja henni
þetta? Hann má ekki viðhafa svona hótanir úr fangelsinu.
Skuggaveran yppti öxlum. –Ég ætla ekki að reita Dan til
reiði. Maðurinn er alger siðblindingi. Ef fangelsisstjórinn kemur í heimsókn til Dans veit hann hver það var, sem kjaftaði frá.
Aftur fór hrollur um Kacie, ekki bara vegna kuldans heldur
orða mannsins. –Hvernig kemur Dan skilaboðum út fyrir fangelsið? Öll samskipti hans eru vöktuð.
Maðurinn blístraði. –Ég hélt að þú þekktir Daniel Walker.
Skrifaðirðu ekki bók um hann?
–Jú, það veistu, annars værum við ekki hér.
–Þá ættirðu að vita til hvers honum er trúandi. Hann er ekki
bara siðblindur, Kacie. Hann er líka slóttugur.
Hún fékk gæsahúð og neri á sér handleggina. Þessi fyrrverandi fangi þekkti Daniel Walker auðheyrilega vel. –Játaði hannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Illur ásetningur
Oftar en ekki tapar maður störukeppni við lík.
Christina deplaði augunum og leit af líflausum augum fórnarlambsins. Hún hafði verið á þrítugsaldri og stór skurður var á hálsinum á henni. Tarotspili hafði verið komið fyrir á milli fingra
hennar.
Tarotspil... Christina vissi sitthvað um þau. Hún hefði búist við
að sjá dauðann á hvítum hesti á spilinu, en þess í stað hafði morðinginn skilið eftir spil með mynd af yngismey og ljóni, tákni um
styrk.
Hún leit af líkinu og virti fyrir sér trén. Það skrjáfaði í laufblöðunum af óþolinmæði. –Hefur einhver rannsakað svæðið í kring?
Fitch undirforingi hjá lögreglunni í San Francisco veifaði fölri
hendi. –Gjörðu bara svo vel, Sandoval fulltrúi.
Hún beit saman tönnum og arkaði að trjánum. Ef ekki væri
fyrir tarotspilið, væri hún alls ekki hérna.
Þéttur gróðurinn var eins og svalt faðmlag, dempaði raddir
rannsóknarmannanna á bak við hana. Sólin var enn að reyna að
rífa burt þokuna og skein hér og þar á milli laufblaðanna og
myndaði sólstafi og skugga.
Hún andaði að sér ilminum af eucalyptus-trjánum, sem hreinsaði skilningarvitin og sendi adrenalínið af stað. Fórnarlambið
hafði verið að skokka á stígnum, annað hvort snemma í morgunVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúin
Hann vildi drepa hana.
–Elise.
Hvíslað nafnið sveif í þokunni, blandaðist henni, umkringdi
hana.
Hana verkjaði í augun af því að reyna að sjá í gegnum hvítu
þokuslæðuna sem lagst hafði yfir strönd San Francisco, en ef hún
gat ekki séð hann, gæti hann ekki séð hana.
Og þannig ætlaði hún að halda því.
Þokulúður baulaði og hún nýtti sér hljóðið til að nálgast öldurnar
sem gældu við grýtta ströndina. Ef þess gerðist þörf, færi hún út í
kaldan sjóinn.
Hún lagðist flöt í sandinn og sandkornin loddu við glossið á
vörum hennar. Henni fannst heil eilífð síðan hún hafði hallað sér
að upplýstum speglinum í klúbbnum og sett glossið á sig.
–Elise, komdu og sýndu þig.
Hún fékk nýtt lag af gæsahúð við að heyra rödd hans. Fingur
hennar krepptust um plöntu sem óx í sandinum hægra megin við
hana, eins og hún gæti kippt henni upp með rótum og notað sem
vopn.
Ef hann næði henni, fengi hann ekki að draga hana í bílinn sinn.
Frekar berðist hún og léti lífið hér.
Vatnið gjálfraði og kvalari hennar bölvaði. Hann hlaut að hafa
stigið út í vatnið. Og líkaði það ekki.
Hún lyfti höfðinu upp og horfði í þokuvegginn. Ljósin á norðurturni Golden Gate-brúarinnar blikkuðu til hennar. Hljóð frá bílum
á brúnni blönduðust við gjálfur vatnsins og hún heyrði ekkert annað,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnir óvinar
Víðátta himinsins... passar. Flatlendi... passar. Stormský á leið yfir...
passar.
Dante Thunder Horse horfði á það sem var fyrir framan hann, eins
og hann væri að merkja við listann fyrir flugtak, á hefðbundnum degi
í upphafi vetrar í Norður Dakóta, fyrir fyrstu alvöru stórhríð vetrarins.
Þetta hafði verið skrýtinn desembermánuður. Yfirleitt snjóaði kringum
þakkargjörðarhátíðina og snjórinn hélst vel fram í apríl.
Í ár hafði snjórinn komið um svipað leyti og hrekkjavakan og
bráðnað og jarðvegurinn var enn ekki orðinn frosinn.
Miðað við kuldann og skýin á himninum var fyrsti alvöru snjókoman um að bil að bresta á hjá þeim. Krakkarnir í Grand Forks yrðu
spenntir. Jólafríið var í nánd og þau fengju hvít jól eftir allt saman.
Dante var í 150 kílómetra fjarlægð frá heimavelli, á flugi meðfram
landamærum Bandaríkjanna og Kanada sem landamæravörður, eða
flugmaður, við landamæravörslu úr lofti á vegum Tollgæslunnar og
landamæravörslunnar. Dante var í sendiferð til að kanna hugsanlega
umferð ólöglegra innflytjenda sem áhyggjufullur borgari hafði hringt
og tilkynnt um. Bóndi hafði séð mann á vélsleða koma yfir landamærin frá Kanada.
Hann taldi að þetta væri einhver að leika sér sem vissi ekki að
hann hefði gert eitthvað af sér. Það var sama, Dante varð að kanna
málið. Hann reiknaði ekki með að neitt óvenjulegt eða mjög hættulegt
gerðist. Það var miklu minni umferð ólöglegra innflytjenda yfir
landamærin að Kanada heldur en við landamæri Bandaríkjana
sunnanverð. Flestar ferðir hans fóru í það að dást að útsýninu og virða
fyrir sér einstaka elg eða björn á ferð.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þolraunin
Elena Sophia Carranza gaf inn til að komast upp bratta og
grýtta hæðina og halda í við Hector. Til allrar hamingju hafði
hann gefið sér tíma til að kenna henni að aka vélhjóli við erfiðar
aðstæður. Erfiðara landslag fyrirfannst varla en við Big Bendþjóðgarðinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
–Þú getur þetta, ungfrú Elena, en þú verður að sýna dirfsku,
hafði Hector sagt þegar þau hófu flóttann háskalega. –Þegar
við erum lögð af stað eigum við ekki afturkvæmt.
Það hafði hún vitað allt frá byrjun. Antonio, fyrrverandi
unnusti hennar, myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hann fyndi
hana. Ef það gerðist fengi hún svo sannarlega fyrir ferðina.
Hún hafði kreist höndina á Hector. –Þú verður að kalla mig
Sophiu héðan í frá. Elena er ekki lengur til.
–Já, hafði hann sagt áður en hann settist á hjólið sitt og
brunaði af stað.
Miklu skipti að Sophia einbeitti sér að takmarki sínu. Annars
dæi hún. Margir höfðu fórnað miklu til að hjálpa henni að
komast út úr búðunum. Hector hafði hætt lífinu og framtíð
sinni til að hjálpa henni að komast áleiðis. Það minnsta sem
hún gat gert fyrir hann var að halda í við hann og aka ekki svo
hægt að það stofnaði þeim í hættu. Þau voru komin yfir landamærin til Bandaríkjanna og enn hafði enginn orðið þeirra var.
Nú þurftu þau bara að útvega sér aðstoð.
Þau höfðu farið yfir Rio Grande á vaði fyrir dögun og haldið
inn í gljúfrin, eftir stígum sem hlykkjuðust upp og niður. Þau
hugðust komast eins langt norður og mögulegt var áður enVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður í háska
Yfir maðurinn sagði að hann væri hálfviti að hafa hætt lífi sínu. Hann gat
samt ekki séð eftir því að hafa gerst sjálfskipaður löggæslumaður á yfirráðasvæði Talibana, sem hann hafði jafnað við jörðu á eigin spýtur, að
öðru leyti en því að hafa bundið enda á frama sinn í hernum.
Eftir það sem þeir gerðu við krakkann...
Chuck hristi höfuðið til að losna við myndirnar úr huganum. Þetta var
fortíðin. Wild Oak Canyon og Covert Cowboys hf. voru framtíðin.
Hann dró andann djúpt staddur í útjaðri bæjarins, horfði í suður, andaði
að sér heitu, þurru loftinu og andaði frá sér aftur. Það voru ekki margir
sem skildu aðdráttarafl þessarar þurru eyðimerkur eða völdu sér að búa
þarna. Aðkomumenn entust ekki lengi, ekki á þessari endalausu víðáttu af
flötu og óbreytanlegu landslagi með Davisfjöllin í fjarlægð sem litu út fyrir að vera nær en þau voru í raun og veru.
Fjandans. Chuck hefði kannski ekki komið aftur ef honum hefði ekki
boðist að ganga til liðs við CCI, leynilegu samtökin sem Hank Derringer,
milljarðamæringurinn og búgarðseigandinn hafði stofnsett nýlega. Það
voru of margar minningar í Wild Oak Canyon, bæði góðar og slæmar.
Hvert sem hann sneri sér rifjuðust upp minningar um PJ.
PJ á hestbaki yfir eyðilegt landið, PJ að brosa upp til hans úr uppáhalds
sundhylnum þeirra til að biðja hann að koma til sín, PJ að segja að hún
myndi elska hann að eilífu...
Að eilífu hafði verið allt of stutt. Hún hafði grátbeðið hann um að
bjóða sig ekki fram í þetta úthald til Afganistan, viljað að hann biði þangað til deildin hans væri boðuð til starfa svo þau fengju svolítið lengri tíma
saman áður en hann lenti í lífsháska. Þjóðvarðliðasveitin, sem hann var í,
hafði ekki verið á lista til að fara í úthald fyrr en eftir 12 mánuði þegar það
var kallað eftir sjálfboðaliðum.
Chuck hafði heimtað að fara, sagt henni að skVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hefnd
Svöl sturta fór langt með að vekja Zach og skýra hugann, auk þess
að drepa niður löngun í sterkan drykk til að slæva sig. Hann lá á
rúminu, ofan á gamaldags bútasaumsteppi, ekki tilbúinn að sofna
en vonaði þó að hann fengi hvíld með því að liggja.
Loftkælingin barðist gegn hitanum inni í herberginu. Það hafði
verið slökkt á henni yfir heitasta hluta dagsins. Eftir fimmtán mínútur gafst Zach upp og reis á fætur. Hann leit á símann sinn, þótt
hann vissi að hann hafði ekki hringt og myndi vart hringja fyrr en
næsta dag.
Hann óskaði þess að morgunninn væri kominn svo hann gæti
hafið leitina að systur Jacie. Aðgerðarleysið var að gera hann óðan.
Zach steig út á veröndina við kofann, aðeins klæddur í gallabuxur.
Í kofanum við hliðina á hans mátti sjá ljós í glugga. En það var
ekki glugginn sem vakti athygli hans.
Skuggavera sat á tröppunum við veröndina. Lágur grátur barst
til hans í næturkyrrðinni.
Zach gekk berfættur niður af sinni verönd og að kofanum hennar
Jacie.
Hún heyrði hann ekki nálgast og Zach gaf sér andartak til að
virða hana fyrir sér.
Sítt, dökkbrúnt hárið liðaðist við axlirnar á henni, laust við
teygjuna sem hafði haldið því í tagli í veiðiferðinni. Stjörnuskinið
glampaði á dökkum lokkunum og myndaði bláan geislabaug.
Hann gat ekki lengur staðið kyrr og gekk upp tröppurnar.
Hún leit snögglega upp og greip andann álofti. –Ó, það ert þú.
Hún rétti aðeins úr sér og þurrkaði sér um augun. –Ættirðu ekki að
vera sofandi?
–Ég vildi vita hvort yfirmaður þinn hefði samþykkt að leyfa
okkur að nota þyrluna.
Jacie saug upp í nefið og leit undan.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í skotfæri
Ben hafði unnið heimavinnuna sína. Hank Derringer var hálfgerður einbúi síðan hann missti fjölskylduna sína fyrir rúmu ári
síðan, í misheppnaðri mannránstilraun. Maðurinn hafði grætt milljarða og hélt áfram að græða á olíu- og gasviðskiptum. Þetta voru
staðreyndir sem einfalt var að finna. En af hverju að fá þessa menn
hingað? Af hverju núna?
Ben hefði hunsað boðið ef hann hefði getað. Frami hans innan
lög reglunnar í Austin var á enda, hann hafði verið atvinnulaus og
kynnst því að enginn vildi ráða mann í vinnu sem hafði verið rekinn
úr lögreglunni fyrir að hafa drepið mann með berum höndum. Fyrr
en núna.
Iðraðist hann þess sem hann hafði gert?
Nei.
Og hann myndi endurtaka leikinn ef aðstæður væru eins.
Maginn í honum herptist saman og hann reyndi að ýta niður
reiðinni og myndunum í huganum þegar hár, eldri herramaður kom
til þeirra.
Maðurinn var með svartan kúrekahatt og líktist hinum mönnunum
þarna inni.
–Herramenn, ég er Hank Derringer. Þakka ykkur fyrir að koma á
Raging Bull-búgarðinn. Hann settist nálægt stórum steinarni og
sneri að þeim. –Ég fékk ykkur hingað af því að þið eruð bestir
þeirra bestu.
–Bestir í hverju, Hank? Stæltur, ljóshærður maður tók fyrst til
máls. Hann kinkaði til Bens og þeirra hinna. –Og hverjir eru þetta?
Hank kinkaði kolli til mannsins. –Þolinmóður, Thorn. Ég kem að
því. Fyrir ykkur hinum vil ég kynna Thorn Drennan, besta fógeta
sem verið hefur í Wild Oak Canyon. Fólk gat reitt sig á að hann
berðist fyrir sannleika og réttlæti.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Illt blóð
Hann var óþekktarangi.
Það myndu félagar hans í alríkislögreglunni segja ef þeir sæju
til hans núna. Hann var á leið inn í einn salinn í háskólanum þar
sem fyrirlestur var um það bil að hefjast.
Það var langt um liðið síðan Mark Flynn hafði verið í slíku
umhverfi. Þegar hann opnaði dyrnar heyrði hann skvaldrið í fróðleiksfúsum nemendum og sá gljáandi viðarpúltið fremst í stofunni. Hann minntist þess hvað honum hafði þótt gaman í háskóla
og notið þess að drekka í sig þekkinguna.
Skólafélagar hans höfðu kallað hann Heilann, en há greindarvísitala hans og fróðleiksþorsti höfðu gert það að verkum að
hann undi sér betur í alríkislögreglunni en fjármálageiranum.
Salurinn minnti á leikhús og setið var í flestum sætum. Þar eð
hann ætlaði ekki að hlýða á fyrirlesturinn til enda valdi hann sér
sæti aftarlega í salnum.
Eftir smástund myndi félagsfræðiprófessorinn Melinda Grayson hefja fyrirlestur sinn. Hann vissi ekki hvert efni dagsins væri,
aðeins að fyrirlesturinn fjallaði um siðblindingja. Hann var heldur ekki hingað kominn til að hlusta. Hann ætlaði að fylgjast með,
mynda sér skoðun og kanna hvort hugboð hans reyndist rétt.
Flestir félaga hans voru á því að ekkert væri að marka það.
Darby-háskóli í bænum Vengeance í Texas, skammt frá Dallas,
hafði verið heppinn að fá Melindu til starfa. Hún var mjög hátt
skrifuð og hefði getað fengið vinnu hvar sem henni sýndist. Mark
þótti kyndugt að hún skyldi hafa valið Darby, en oft var val fólks
einkennilegt og einnig aflið sem knúði það áfram. Hann vissi til
dæmis að margir vina hans og samstarfsmanna litu á hann sVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Svik og sættir
Presturinn þuldi moldunarorðin, en Willa Merris var svo sorgmædd að hún heyrði þau varla. Faðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn John Merris, var dáinn. Hann hafði verið myrtur.
Enda þótt lík hans hefði fundist fyrir næstum hálfum mánuði
hafði hún ekki fyllilega gert sér grein fyrir því sem hafði gerst
fyrr en núna.
Örvæntingin var að sliga hana. Hvað áttu þær mæðgurnar að
gera? Hann hafði alltaf verið miðdepillinn í tilveru þeirra.
Henni brá er hún heyrði dynk. Móðir hennar var að kasta
mold á kistuna. Sjálf hélt hún á kaldri, rakri mold og kreppti
hnefann utan um hana. Með tárvot augu kastaði hún moldinni í
gröfina sem geymdi jarðneskar leifar föður hennar.
Tugir syrgjenda gengu fram til að kasta mold á kistuna. Sumir
virtust einlægir í sorg sinni, margir létu sér fremur fátt um finnast
og ýmsir töldu á laun að farið hefði fé betra. Pabbi hennar hafði
ekki verið neinn engill. Langt í frá. Hann hafði verið harðskeyttur maður í tveimur hörðum störfum. Hann var olíubarón í
Texas og jafnframt þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Einhver lagði hughreystandi hönd á öxlina á henni. Hún naut
þess í fyrstu að finna snertinguna, en svo fann hún daufan ilm af
rakspíra og stirðnaði. Nei. Það var óhugsandi.Hún fylltist hryllingi
og ósvikinni skelfingu. Svo leit hún upp og sá samúðarfullt andlitið
á James Ward, syni viðskiptafélaga föður hennar um árabil.
–Komdu þér burt frá mér í hvelli, hrópaði hún upp yfir sig.
–Snertu mig ekki!Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.