Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Verndarinn
Adelaide Charboneau hrökk upp af værum svefni þegar eldingar leiftur skaust yfir himinhvolfið. Hún velti sér á hliðina, starði upp í loftið og bað þess í hljóði að þetta væri ekki upphafið af enn einni svefnlausri nótt sem enda myndi með teikningavinnu niðri í vinnustofu. Þrumugnýr skók húsið. Adelaide starði á rimlagardínuna sem slóst við gluggahlerana. Óveður var í aðsigi. Hún fann það á loftinu sem barst inn um tveggja tommu sprungu undir gluggakistunni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dularfulli elskhuginn
Með eldglæringum, brotnu gleri og háværri sprengingu, sprakk veröld Jillian Drake. Glerbrotunum rigndi yfir hana þegar logarnir teygðu sig út um framhlið byggingarinnar sem hún hafði staðið fyrir framan og aflað frétta, en sterkir handleggir höfðu tekið utan um hana, lyft henni upp og borið hana í burtu frá hættunni sekúndubroti áður en sprengingin varð. Hjartað barðist í brjósti hennar undir vöðvastæltum handleggjunum sem vöfðust utan um hana.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Aðkomumaðurinn
Í myrkrinu virtist húsið ekkert öðruvísi en hin húsin við götuna. Myrkrið huldi smáatriðin svo það sást lítið annað en formlausar útlínur í húsaröðinni. Trén sem uxu í kringum það sáu fyrir skuggum sem huldu annað á lóðinni sýn. Það var ekki fyrr en skýin skildust að sem snöggvast, þannig að dauft tunglsljósið gat skinið á húsið, að það kom í ljós hversu frábrugðið það var.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður óskast
Lana Tyler læddist hljóðlega út úr litla svefnherberginu og varpaði öndinni léttar. Það var ávallt talsverð áskorun að svæfa hina tæplega fjögurra ára gömlu Haley og kvöldið í kvöld reyndist engin undantekning. Eftir tvær sögur, baknudd og glas með ávaxtasafa hafði henni þó loks tekið að dusta litlu stúlkuna niður og hún svæfi vonandi í fáeina klukkutíma... ef heppnin væri með henni
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður hennar
Hanna sneri sér snöggt við. Þrjár konur og gamall maður fyrir aftan hana í röðinni á litla markaðnum brostu ýmist eða litu út eins og þeim leiddist. Enginn tvísté eða leit undan. –Ungfrú Marks, sagði ungi afgreiðslumaðurinn svo athygli Hönnu beindist aftur að honum. Hann nikkaði að debetkortinu sem hún hélt á. Matvörurnar voru komnar í taupoka og allt tilbúið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Myrkur hugans
Simon Task var á hraðferð út úr bæ, sem hann var þegar búinn að gleyma hvað hét, þegar skær litur á vinstri hönd vakti athygli hans. Hann ók út í vegarkantinn og mölin spýttist undan hjólunum er hann bremsaði. Hann snéri sér við í sætinu og rýndi út um afturgluggann. Þarna var það... bleik og appelsínugul maríubjalla... eins og þessar sem festar eru á bílaloftnet. Hvað var hún að gera þarna í brotajárnshaug?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Undir vernd kúrekans
Litli, skítugi glugginn við hliðina á útidyrahurðinni hleypti örlítilli skímu í gegn í þverrandi dagsbirtunni. Þetta var sjöundi dagurinn sem hún hafði verið innilokuð. Nicole Carlisle lá samanhnipruð á þunnri dýnunni í kjallaraholunni og starði á birtuslitrið skjálfandi af kulda í nöprum kuldanum sem lagði frá veggjunum. Fljótlega færi að snjóa. Jólin nálguðust á búgarðinum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lífvörður undir mistilteini
Hann var ekki enn dauður. Myrkrið á bak við augnalok hans þynntist. Hann fann hárin rísa á handleggjum sínum. Í höfði sínu heyrði hann hjartslátt sinn, hátt og stöðugt eins og í frumskógartrommum. Drungalegur takturinn kallaði hann aftur til lífsins. En hann heyrði líka annað hljóð. Bípiðí hjartalínuritanum. Hljóðlátt fótatak. Brak í stól. Hósta. Það var einhver annar þarna í herberginu hjá honum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mannrán í fjöllunum
Of óþolinmóð til að geta beðið eftir því að þyrlan stöðvaðist, stökk Carolyn Carlisle út, beygði sig niður og hljóp með fartölvuna í annarri hendi og skjalatöskuna í hinni. Moldryk og dauð laufblöð þyrluðust upp í kringum hana. Sítt, svart hárið slóst í andlitið á henni. Þegar hún var sloppin gaf hún flugmanninum merki um að hann mætti fara og þyrlan tók á loft og sveif í átt að Klettafjöllunum, eins og risavaxin, hvít drekafluga.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Eina vitnið
Kerri Nelson heyrði glasið, sem hún missti, aldrei brotna í vaskinum. Röð sprenginga bergmálaði á rólegum eftirmiðdegi í ágúst og viskustykkið rann úr höndum hennar og hjartað tók aukaslag í brjóstinu. Hún hugsaði í flýti um alla möguleikana... ekki hvað hafði komið fyrir heldur hvar sonurinn gæti verið. Hvar var Thomas? Hann hafði farið með hjólabrettið með sér þegar hann fór fyrir klukkutíma síðan.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.