Alan Cameron var nýbúinn að borða morgunverð þegar hann fékk tilkynningu um að lík hefði fundist. Það var raunar alvanalegt, en í þetta sinn voru líkin þrjú talsins. Rétt fyrir hádegið var honum sagt að lík Juan Miguel Alvera, sem var sautján ára, hefði fundist í húsasundi á milli tveggja bíla. Líkið var sundurskotið og illa farið.
Þetta hafði verið auðveldara en hann reiknaði með. Hann dró djúpt andann til að róa adrenalínflæðið sem hafði farið um hann síðasta einn og hálfan klukkutímann. Þegar adrenalínflæðið hætti, upplifði hann nýja sæluvímu. Hann hafði gert það. Hann hafði í raun og veru náð að klára málið. Allir þessir mánuðir sem hann hafði notað til að skipuleggja þetta voru loksins að gefa af sér.
Snörp vindhviða reif í trjágreinarnar sem börðust við gluggann beint fyrir framan Karinu sem stóð rétt fyrir innan gluggann en hún lét sér hvergi bregða. Hætturnar sem að henni steðjuðu voru of raunverulegar til þess að hún léti slík smáatriði hafa áhrif á sig
Jólalög ómuðu í hátölurum fyrir ofan sjálfsalann þegar Lucan O’Shay kom að honum. Hann fylgdist með ungum dreng fara eftir ganginum á matvöruversluninni. Það virtist enginn annar veita dökkhærða drengnum, með græna bakpokann, athygli. Krakkinn var ekki eldri en átta ára kannski níu, og hann leit út eins og hann hefði ekki farið í bað eða skipt um föt í marga daga
Léttur náladofi hljóp upp og niður eftir hnakka Nicks St. Claires þegar hann tók tvær tröppur í einu upp að útidyrun um á fjölbýlishúsinu í Brooklyn. Sterk lykt af hvítlauk og lauk fyllti loftið fyrir framan íbúð 12C og kæfði alla aðra lykt. Garnirnar gauluðu í honum en hann hélt áfram inn ganginn að íbúð 12H. Hann hafði ekki borðað í hálfan sólarhring en núna var ekki tími fyrir óþarfa smáatriði