Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og afbrot
-
Ótryggð
Elizu Harvey-Reed leið alltaf vel þegar hún var að undirbúa
veislu. Hún hafði aðeins verið í fríi einn dag en saknaði strax
yssins og þyssins hjá Effervescent-viðburðum. Hún var orðin
þekkt í Hollywood og hafði orð á sér fyrir að bjóða upp á
skemmtilega og óaðfinnanlega þjónustu. Skemmtun, spenna og
athygli voru hennar ær og kýr. Hún hefði fremur viljað vera
komin aftur til Kaliforníu en vera stödd hér í heimabænum sínum, Vengeance í Texas, þar sem hún steig út úr bílaleigubílnum
og var í þann mund að heimsækja bróður mannsins síns, sem
hún hafði verið skotin í á unglingsárunum. Eiginlega hafði hún
aldrei gleymt honum.
Raunar hafði hún verið meira en bara skotin í honum. Hún
hafði ekki gert sér það ljóst fyrr en upp úr sambandinu slitnaði.
Það hafði verið ástríðufullt og sterkt. Hann hafði átt hug hennar
allan. Hún hafði haft svo mikinn metnað í þá daga... og hafði
enn. Hann var akkerið hennar, ástríðufullur, stæltur og kynþokkafullur. Svo hafði hann látið hana róa. Fyrirvaralaust. Á
því hafði hún ekki átt von. Hún hafði haldið að ef um sambandsslit yrði að ræða myndi hún eiga frumkvæðið. Hann hafði
skipt hana meira máli en hún kærði sig um að viðurkenna.
Stundum velti hún því fyrir sér hvort höfnun hans hefði gert
hann of mikilvægan í hennar augum. Fólk þráði alltaf það sem
það gat ekki fengið. Dýrari bíla, stærri hús, lengri frí, meira
súkkulaði. Þegar því var neitað um þessa hluti urðu þeir alltof
eftir sóknarverðir. Brandon Reed hafði orðið of eftirsóknarverður.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mannránið
Olíubaróninn Gabe Dawson var í viðskiptaferð í Malasíu,
langt í burtu frá Vengeance í Texas. Um síðir tók hann upp tólið
á símanum á hótelberginu.
–Gabe. Þú verður að koma heim. Strax. Það er Melinda,
sagði aðstoðarmaðurinn hans.
Þegar hann heyrði nafn fyrrverandi eiginkonu sinnar stirðnaði
hann. Hann settist á rúmstokkinn og bjó sig undir slæm tíðindi.
–Henni var rænt. Aðstoðarmaðurinn sagði honum það sem
hún vissi, en það var lítið. Fullljóst var þó að hvarf hennar var
af mannavöldum.
Í kjölfar áfallsins sótti á hann söknuður og hann fór að hugsa
um fortíðina og rifja upp góðu dagana með Melindu í upphafi
sambands þeirra. Þá höfðu þau bæði verið í framhaldsnámi í
háskóla og námið hafði veist þeim auðvelt. Þau voru yfir sig
ástfangin og ákveðin í að setja mark sitt á heiminn.
Melinda hafði verið enn staðráðnari í því en hann. Hún hafði
verið ákveðin í að verða fræg og nota alltaf sitt eigið ættarnafn,
eins og hún vildi að allir sem höfðu þekkt hana frá bernsku
vissu hverju Melinda Grayson hefði fengið áorkað. Þetta skipti
hana svo miklu máli að annað sat á hakanum.
Að lokum hafði hún meira að segja lokað dyrunum á hann.
Þegar hann leit til baka bjóst hann við að þau hefðu byrjað
að færast hvort frá öðru strax eftir að þau gengu í hjónaband
hjá sýslumanni fyrir tíu árum. Melinda hafði ómældan áhuga á
öllu sem flokkaðist undir félagslegt óréttlæti en hann hafði viðskiptavit
og varð fljótlega mikils metinn í þeim heimi og moldríkur
að auki.
Að því kom að hann uppgötvaði að hann, sem orðinn var
milljarðamæringur, var í raun holdgervingur alls þess sem
Melinda barðist svo hatrammlega gegnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hlutverkaleikur
Auga Deb kipraðist um leið og gikkfingurinn spenntist, en hún
var ekki með neina byssu. Þeir myndu vita af því. Einhvern veginn vissu þeir allt og þeir höfðu sagst skyldu meiða Bobby ef hún
kæmi ekki ein og óvopnuð.
Hún trúði þeim. Til þessa hafði Nico Zendaris staðið við allar
hótanir. Hví skyldi hún efast um það núna?
Hún leit á andlit fólksins sem gekk um í kuldanum á götuhorninu í Boston. Myndi einhver gefa henni merki? Hún hélt fast utan
um farsímann í kápuvasanum. Hún vissi ekki hvernig þeir hefðu
samband við hana.
Einhver rakst utan í hana og muldraði afsökunarbeiðni. Hún
starði á bak ókunna mannsins, breiðar axlir innan undir dúnjakka,
þar sem hann gekk hratt eftir gangstéttinni. Var þetta merki?
Hún tók nokkur hikandi skref á eftir manninum, en þá hvarf
hann fyrir horn. Hún beit í vörina og stansaði. Átti hún að elta?
Skilaboðin höfðu verið að standa þarna þar til hún fengi aðrar
leiðbeiningar. Höfðu þetta verið leiðbeiningar? Eða var maðurinn
bara klaufalegur þar sem hann flýtti sér eitthvað?
Hún treysti ekki lengur eðlisávísuninni því hún hafði látið
þá taka Bobby. Hún hefði átt að sjá það fyrir. Hefði átt að gera
meira.
Hún gekk aftur að ljósastaurnum á horninu. Ef hVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í gildrunni
Randi Lewis hélt ævintýrabókinni að brjóstinu þegar annar skellur
heyrðist.
Börnin hlógu og Nicky benti á bókina. –Hræddi nornin þig,
mademoiselle?
Randi kreisti fram bros. Nicky virtist ekkert taka eftir skellun
um að næturlagi og heimsóknum furðulegra manna á heimili föð
ur hans í skóginum. Heimili sem var líkast höll.
En Randi var orðin afar meðvituð um allt saman... og tor
tryggin.
Amma hennar hafði varað hana við því að þiggja starfið á
þessu glæsilega en furðulega heimili. Abuelita hafði notað eitt orð
til að segja sína skoðun. Fíkniefni.
En heimamenn höfðu fullvissað hana um að Nico Zendaris
væri enginn fíkniefnabarón og Randi hafði þurft á starfinu að
halda til að geta hjálpað heilsuveilli ömmu sinni. Nú var Abuelita
dáin og ekkert hélt Randi í Kólumbíu.
Yngri systir Nickys, Angelina, pikkaði í hnéð á henni. –Meira
af sögunni, takk, mademoiselle.
Ekkert nema þessi móðurlausu börn.
Randi fitlaði við dökkt, hrokkið hár Angelinu um leið og hún
leit í dökk augu stelpunnar. –En nú kemur ógnvænlegi hlutinn,
Angelina. Þú heldur alltaf fyrir eyrun þá.
Angelina hálflokaði augunum og gjóaði þeim á dyrnar. –Meira
af sögunni, takk.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í feluleik
Heimilislaus maður hékk í dyragætt byggingar og rétti fram
höndina þegar hún gekk framhjá. Hún tók stóran sveig framhjá
framréttri höndinni, sem á voru afar skítugar neglur. Maðurinn
smellti fingrunum. Hún hrasaði næstum á stéttinni.
Hann hló fyrir aftan hana og hún leit um öxl til að fullvissa
sig um að hann elti hana ekki. Vinnufélagi hennar hafði einu
sinni gefið þessum manni skiptimynt og í staðinn hafði hann
gripið um úlnliðinn á henni.
Þegar hún stóð frammi fyrir ógn gat hún tekið á málinu. Hún
þoldi hins vegar ekki þessa óljósu tilfinningu að einhver fylgdist
með henni.
Fjöldi fólks hélt niður tröppurnar að Chinatown-lestarstöðinni
og Noelle fylgdi straumnum. Hún verndaði súpuna. Ösin hefði
átt að draga úr spennunni sem hafði gagntekið líkama hennar
síðustu vikunnar. Hún leit af andliti á andlit og fann magann
herpast meira saman.
Hún skaust inn í lestina og settist við hliðina á konu sem var
niðursokkin í tímarit. Noelle hreyfðist með hreyfingum lestarinnar og það gutlaði í súpunni í dallinum.
Þegar hún kom á sína stöð, leit hún til beggja hliða til að
ganga úr skugga um að enginn elti. Svo steig hún út á stéttina og
hélt beina leið að íbúðabyggingunni sinni.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hefndarþorsti
Þeir höfðu fundið son hennar.
Jenna setti höndina yfir munninn á drengnum og bar fingur að vörunum.
Dökk augu hans, galopin fyrir ofan hönd hennar, ljómuðu af
spennu. Hann kunni þennan leik.
En nú var þetta alvara.
Þungt fótatakið fyrir ofan þau lét gólfið hristast. Jenna hnipraði sig
saman utan um Gavin, eins og birna að skýla húni sínum.
Niðurbældar raddirnar héldu uppi samtali sem var undirstrikað
með brothljóðum og skápahurðum sem var skellt. Hve margir? Tveir?
Þrír? Hún dræpi þá alla til að bjarga Gavin úr klóm þeirra.
Einnota farsíminn í peysuvasanum suðaði og hún hélt utan um
hann, ýtti á takka með þumalfingrinum til að slökkva á honum. Hún
gæti hringt í neyðarlínuna en vissi að það var tilgangslaust. Fólkið var
að leita í húsinu hennar myndi ekki láta litla lögregludeild heimamanna
stöðva sig. Svo var kannski þegar búið að snúa lögreglunni
gegn henni.
Betra að fela sig.
Hverfa.
Gavin iðaði í fangi hennar svo hún linaði takið. Hann kjökraði og
hún sussaði á hann. Áttaði hann sig á því að þetta var ekki leikur lengur?
Hann horfði fýldur á hana og neðri vörin titraði. Hún hélt honum
þétt að sér og hvíslaði í eyra hans. –Bara aðeins lengur.
Augu hennar vöndust myrkrinu og hún horfði í kringum sig í rýminu
undir gólffjölunum. Peningarnir sem hún faldi hérna skárust í
mjöðmina á henni. Hún hafði geymt féð til rigningardags, og nú var
hellidemba.
Með handleggina vafða utan um Gavin, snertu olnbogarnir næstumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Blekking
Systir þín er dáin. Orðin á skjánum runnu saman og Mia St. Regis
skellti lokinu á fartölvuna til að hundsa þau. Af hverju ætti hún að
taka mark á rugluðum miðli eins og Kylie Grant?
Mia teygði handleggina upp fyrir höfuðið og lét sig svo síga upp
að mjúkum púðunum í litla sófanum í horninu á kaffihúsinu. Hún var
að sjálfsögðu komin aftur til Coral Cove en það var ekki tölvupósturinn
frá Kylie sem fékk hana til að snúa aftur.
Hún var að gera eitthvað við gamla fjölskylduhúsið, Columbellahús,
áður en það hryndi í hafið. Kannski ætti hún bara að láta
það hrynja.
Hún greip tölvuna af lága borðinu fyrir framan sig og stakk henni
í töskuna. Hristi ermina frá úrinu og leit á það. Hún hafði ennþá tíma
til að kíkja á fjölskyldukumbaldann áður en það yrði alveg dimmt.
Hún yrði að gera ráðstafanir til að láta setja rafmagn á aftur og allt
það sem þurfti að tengja þarna útfrá.
–Bless og takk fyrir. Hún stóð upp af sófanum en veifaði um leið
til kaffibarþjónsins sem var að taka brauðmeti sem farið var að þorna
úr glerskápnum.
Unga konan kíkti yfir brúnina á skápnum. –Ætlarðu virkilega að
breyta Columbellahúsi í einhvers konar dvalarstað?
Mia rak sköflunginn í borðið. –Ha?
–Þú ert Mia St. Regis, er það ekki?
–Jú. Stúlkan hafði sennilega verið í grunnskóla síðast þegar Mia
lét sjá sig í Coral Cove. Hvernig í fjáranum vissi hún hver Mia var?
–Það stóð í greininni í bæjarblaðinu að þú værir að koma heim til
að breyta Columbellahúsi í strandhótel. Svalt.
Mia setti töskuna á öxlina og strunsaði að afgreiðsluborðinu. Hún
hlaut að líta úr fyrir að vera eins viðskotaill og henni leið því unga
konan lét sig síga niður á hælana aftur og tók skref aftur á bak.
–Var grein um mig í þessu smáblaði?
Kaffibarþjónninn beit á vörina og benti með óstyrkum fingri með
svartlakkaðri nögl að framdyrunum á kaffihúsinu. –Blaðið er ennþá íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Innsæi
Lík móður hennar dinglaði fyrir framan hana eins og leikbrúða í fullri
stærð sem beið eftir að brúðustjórnandinn togaði í spottana og vekti
hana til lífsins. En það yrði ekki.
Munnurinn á Kylie Grant opnaðist í hljóðu öskri þegar líkami móður
hennar sveiflaðist í áttina til hennar. Höfuðið á brúðunni kipptist upp á
við og augun opnuðust snöggt.
Þú hefðir átt að vita þetta. Þú hefðir átt að vita þetta.
Kylie reyndi af öllum mætti að líta af ásakandi verunni fyrir framan
sig. Ef hún liti undan myndi veran hverfa. Ef hún liti undan myndi hún
vakna af martröðinni. Ef hún liti undan fengi hún aldrei svörin sem hún
þarfnaðist.
Kylie tókst að gefa frá sér hálfkæft óp og settist snöggt upp í hótelrúminu.
Hún var kaldsveitt og skalf.
Núna. Hún varð að gera eitthvað núna.
Hún velti sér fram úr rúminu, pírði augun á græna stafina á vekjaraklukkunni.
Ekki beinlínis sá tími þegar allar yfirnáttúrulegar verur fóru á
kreik en nógu framorðið til að hún gæti laumast óséð inn í Columbellahúsið
meðan ferðamennirnir borðuðu og drukku.
Hún skvetti köldu vatni framan í sig, stakk fótunum í sandalana og
greip handtöskuna sína af stólbakinu. Hún þurfti ekkert annað. Öll þau
verkfæri sem hún þurfti að nota voru í höfði hennar.
Hún læddist út úr hótelherberginu og ýtti á takkann til að kalla
lyftuna til sín. Eftir stutta ferð niður um þrjár hæðir opnuðust dyrnar út í
anddyrið.
Kylie þeyttist út úr lyftunni og rakst utan í hávaxinn, þrekinn mann
sem var á leiðinni inn.
Hún leit upp, langt upp. –AfsakiðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Vitni að voðaverki
Devon Reese stansaði. Hún hélt þvottakörfunni við mjöðmina og hallaði undir flatt, hlustaði eftir öðrum dynki að neðan. Annað hvort hafði frú Del Vecchio, áttatíu ára gamla ekkjan, velt einhverju um koll eða byrjað að gera eróbikkæfingar.
Þegar hún heyrði ekkert nema götuhljóð San Francisco inn um gluggann, lyfti Devon körfunni hærra og opnaði baðher- bergisdyrnar. Hún tók sitt handklæði af slánni og handklæði Michaels upp af gólfinu. Svo setti hún nokkra þvottapoka í körfuna og greip um handföngin.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heltekinn
Nei, ég þarf ekki lífstíðarbirgðir af Viagra. Michelle Girard hnuss- aði og eyddi tölvupóstinum án þess að opna hann. Kannski gæti Alec Wright, tölvukennarinn í skólanum, stungið upp á betri rusl- póstsíu svo svona lagað kæmist ekki í innhólfið hennar.
Þegar músarbendillinn var yfir næstu skilaboðum, fann hún fyrir kvíða og höndina skalf aðeins. Fyrirsögnin var eins og högg í kvið- inn. Líkist dóttirin móðurinni?
Sömu skilaboð og fyrir mánuði síðan, annar óþekktur sendandi. Og eins og í mánuðinum áður, eyddi hún skilaboðunum án þess að opna þau eða lesa. Svo hreinsaði hún úr rusladallinum. Hún vissi ekki hvort eitthvert innihald væri í póstinum og vildi ekki komast að því.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.