Flýtilyklar
Ást og afbrot
Aðkomumaðurinn
Published
4. apríl 2011
Lýsing
Í myrkrinu virtist húsið ekkert öðruvísi en hin húsin við götuna. Myrkrið huldi smáatriðin svo það sást lítið annað en formlausar útlínur í húsaröðinni. Trén sem uxu í kringum það sáu fyrir skuggum sem huldu annað á lóðinni sýn. Það var ekki fyrr en skýin skildust að sem snöggvast, þannig að dauft tunglsljósið gat skinið á húsið, að það kom í ljós hversu frábrugðið það var.