Flýtilyklar
Ást og afbrot
Brúin
Lýsing
Hann vildi drepa hana.
–Elise.
Hvíslað nafnið sveif í þokunni, blandaðist henni, umkringdi
hana.
Hana verkjaði í augun af því að reyna að sjá í gegnum hvítu
þokuslæðuna sem lagst hafði yfir strönd San Francisco, en ef hún
gat ekki séð hann, gæti hann ekki séð hana.
Og þannig ætlaði hún að halda því.
Þokulúður baulaði og hún nýtti sér hljóðið til að nálgast öldurnar
sem gældu við grýtta ströndina. Ef þess gerðist þörf, færi hún út í
kaldan sjóinn.
Hún lagðist flöt í sandinn og sandkornin loddu við glossið á
vörum hennar. Henni fannst heil eilífð síðan hún hafði hallað sér
að upplýstum speglinum í klúbbnum og sett glossið á sig.
–Elise, komdu og sýndu þig.
Hún fékk nýtt lag af gæsahúð við að heyra rödd hans. Fingur
hennar krepptust um plöntu sem óx í sandinum hægra megin við
hana, eins og hún gæti kippt henni upp með rótum og notað sem
vopn.
Ef hann næði henni, fengi hann ekki að draga hana í bílinn sinn.
Frekar berðist hún og léti lífið hér.
Vatnið gjálfraði og kvalari hennar bölvaði. Hann hlaut að hafa
stigið út í vatnið. Og líkaði það ekki.
Hún lyfti höfðinu upp og horfði í þokuvegginn. Ljósin á norðurturni Golden Gate-brúarinnar blikkuðu til hennar. Hljóð frá bílum
á brúnni blönduðust við gjálfur vatnsins og hún heyrði ekkert annað,