Ást og afbrot

Svik og sættir
Svik og sættir

Svik og sættir

Published 1. nóvember 2014
Vörunúmer 338
Höfundur Cindy Dees
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Presturinn þuldi moldunarorðin, en Willa Merris var svo sorgmædd að hún heyrði þau varla. Faðir hennar, öldungadeildarþingmaðurinn John Merris, var dáinn. Hann hafði verið myrtur.
Enda þótt lík hans hefði fundist fyrir næstum hálfum mánuði
hafði hún ekki fyllilega gert sér grein fyrir því sem hafði gerst
fyrr en núna.
Örvæntingin var að sliga hana. Hvað áttu þær mæðgurnar að
gera? Hann hafði alltaf verið miðdepillinn í tilveru þeirra.
Henni brá er hún heyrði dynk. Móðir hennar var að kasta
mold á kistuna. Sjálf hélt hún á kaldri, rakri mold og kreppti
hnefann utan um hana. Með tárvot augu kastaði hún moldinni í
gröfina sem geymdi jarðneskar leifar föður hennar.
Tugir syrgjenda gengu fram til að kasta mold á kistuna. Sumir
virtust einlægir í sorg sinni, margir létu sér fremur fátt um finnast
og ýmsir töldu á laun að farið hefði fé betra. Pabbi hennar hafði
ekki verið neinn engill. Langt í frá. Hann hafði verið harðskeyttur maður í tveimur hörðum störfum. Hann var olíubarón í
Texas og jafnframt þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Einhver lagði hughreystandi hönd á öxlina á henni. Hún naut
þess í fyrstu að finna snertinguna, en svo fann hún daufan ilm af
rakspíra og stirðnaði. Nei. Það var óhugsandi.Hún fylltist hryllingi
og ósvikinni skelfingu. Svo leit hún upp og sá samúðarfullt andlitið
á James Ward, syni viðskiptafélaga föður hennar um árabil.
–Komdu þér burt frá mér í hvelli, hrópaði hún upp yfir sig.
–Snertu mig ekki!

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is