Ást og afbrot

Skuggar fortíðar
Skuggar fortíðar

Skuggar fortíðar

Published Júlí 2023
Vörunúmer 442
Höfundur Rita Herron
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Stone Lawson lögreglustjóri seig niður í stólinn og starði á bréfið sem var merkt: „Til eldri útgáfunnar af mér“. Hann
hafði opnað tímahylki á vígsluhátíðinni daginn áður og dregið upp bréf sem bekkjarfélagar hans höfðu skrifað sjálfum sér til að spá fyrir um hvernig líf þeirra yrði mörgum árum síðar.
Hann hafði lofað sjálfum sér því að feta í fótspor pabba síns og ganga í lögregluna. Hann hafði haldið að hann yrði búinn að eignast konu og slatta af strákum, sitt eigið fótboltalið, en það hafði allt breyst daginn sem skotárásin var framin. Daginn sem Mickey, litli bróðir hans, hafði orðið blindur eftir að hafa fengið skot í sig.
Stone kreppti hnefana. Hann var eldri bróðirinn og hefði átt að vernda Mickey.
Hann fann sektarkenndina blossa upp í hvert sinn sem hann sá Mickey eða talaði við hann. Þeir höfðu verið miklir vinir
þegar þeir voru að alast upp, spilað fótbolta og farið saman að veiða, en svo hafði framtíð Mickey breyst snögglega. Hann lokaði augunum og sá bróður sinn fyrir sér berjast fyrir lífi sínu, kyngdi svo sársaukanum og hringdi í Mickey.
Hann svaraði ekki og Stone varð áhyggjufullur. Vonandi var Mickey ekki blindfullur. Hann var farinn að drekka allt
of mikið.
Aðstoðarlögreglustjórinn stakk höfðinu inn fyrir gættina.
–Lögreglustjóri, Hazel LeCroy var að hringja. Hún sagði að einhver hefði brotist inn í veðlánarabúðina og stolið byssu.
Það gat ekki boðað gott.
Hann lét aðra á stöðinni vita af því hvert hann var að fara og fór út í bíl. Hann var með slæma tilfinningu fyrir þessu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is