Ást og afbrot

Á hættuslóðum
Á hættuslóðum

Á hættuslóðum

Published Mars 2016
Vörunúmer 354
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Abby Stewart var ekki villt. Hún hafði kannski rölt út af
skipulagðri leið sinni en hún var ekki villt.
Hún var vísindamaður og fyrrum hermaður sem hafði verið
sæmd heiðursmerki. Hún var með GPS-tæki og kort og góða tilfinningu fyrir áttum. Hún gat ekki verið villt. En hún gat viðurkennt að hún var svolítið ringluð þar sem hún stóð í miðjum
óbyggðum í Colorado. Vandamálið var að svæðið umhverfis
Black Canyon í Gunnison-þjóðgarðinum varð allt eins í útliti
með tímanum: þúsundir hektara af ósléttu, vegalausu óbyggðalandi sem var vaxið furutrjám og kyrkingsleg auðn með stórkostlega fjallasýn í bakgrunninum. Fólk villtist hérna á hverju
ári.
En Abby var ekki ein af þeim, hún minnti sjálfa sig á það aftur. Hún dró andann djúpt og skoðaði GPS-tækið sem hún hélt á.
Þarna var grunni skorningurinn sem hún var nýkomin framhjá
og í vestur voru fjallsrætur Cimarron-fjallsins. Þarna var stað-
setningin. Á skjánum sást að hún hafði gengið tæpa 5 kílómetra
frá bílnum sínum. Það eina sem hún þurfti að gera var að taka
stefnuna í norðvestur og þá kæmist hún aftur á staðinn þar sem
hún lagði og einbreiða moldarslóðann sem hún hafði ekið eftir.
Henni varð rórra, setti GPS-tækið aftur ofan í bakpokann og
virti landslagið fyrir sér. Í augum venjulegs áhorfanda leit stað-
urinn sennilega frekar eyðilega út... háslétta þakin kyrkingslegu
grasi, kaktusum og vanþroskuðum einirunnum.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is