Ást og afbrot

Ágústmáni
Ágústmáni

Ágústmáni

Published Apríl 2018
Vörunúmer 379
Höfundur Julie Miller
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þetta er einhver Valentínusardagsbölvun, sagði Duff Watson við sjálfan sig. Smókingfötin sem leigan hafði látið hann fá voru áreiðanlega númeri of lítil.
Hvað skyldi fjölskyldan hans segja ef hann tæki af sér slaufuna og hneppti efstu skyrtutölunni frá? Þessi klæðnaður
var bara fyrir apa. En systir hans yrði fúl og faðir hans færi hjá sér. Seamus afi myndi hlæja og bræður hans stríða honum til æviloka. Þá var betra að láta sig hafa það.
Duff var hann ævinlega kallaður, þó að hann héti Thomas.
Hamingja systur hans skipti hann miklu máli og hann hafði meira að segja fallist á að vera svaramaður unnusta hennar.
En það eina sem var venjulegt við þennan dag var skammbyssan í hulstrinu við mjóbakið á honum og skjöldur rannsóknarlögregluþjónsins sem hann geymdi í vasanum.
Yngri bræður hans tveir, Niall og Keir, röltu fyrir aftan hann. Bræðurnir voru að fylgja brúðarmeyjunum að altarinu.
Watson-bræðurnir þrír voru allir lögregluþjónar í þriðja ættlið. Faðir þeirra var löggæslumaður og afi þeirra hafði
verið það líka. Bræðurnir voru gjörólíkir. Niall var sá gáfaði.
Hann var réttarlæknir og vann á glæparannsóknarstofunni.
Hann virtist ekkert kippa sér upp við pompið og praktina í kringum sig. Hann virtist fremur vera að reikna út skrefa-

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is