Flýtilyklar
Ást og afbrot
Bráð fjallanna
Lýsing
Meiri landi... virkilega?
Faldir kassar dúkkuðu upp allsstaðar í skála föður hennar. Ekkert nýtt þar á ferð. Lilah hrifsaði tvær plastflöskur úr búrinu og þrammaði að eldhúsinu. Þetta ólöglega brugg skyldi renna niður niðurfallið. Maísvín hafði eyðilagt hjónaband foreldra hennar og lifur pabba hennar. Hefði drepið hann líka, ef hann hefði ekki verið myrtur fyrir viku síðan.
Óvænt tár brjótast fram er hún tekur tappann af annari flöskunni og hellir eiturvökvanum niður brotna vaskinn. Það var ekki eins og hún og pabbi hafi verið náin á seinustu árum, en samt sem áður, maðurinn var faðir hennar. Lilah hellti úr flöskunni. Glogg, glogg, glogg ...hundrað dalir niður vaskinn. Hefði getað keypt notaða háskólakennslubók með þessum peningum.
Hún blikkaði og leit út um opin gluggann. Skálinn var staðsettur við fjallsræturnar, með brött fjöllin umlykjandi svæðið eins
og grænt virki. Heillandi fegurð, eins og virði þess að búa í þessu fagra umhverfi sé að lifa í mikilli fátækt og ofbeldi. Andlát pabba var seinasta ummerki þess.
Hver sá sem sagði þú kæmir ekki heim aftur hafði rangt fyrir sér. Það hafði varla liðið vika, og Liluh leið sem hún hefði aldrei
farið frá Lavenderfjalli. Minningar þyrlast yfir hana, flestar slæmar, heiftarrifrildi foreldra hennar, nætur svo kaldar að þau hjúfra sig saman fyrir framan arininn. En auðvitað var þetta ekki alslæmt.
Sumir dagar voru frábærir, til dæmis eins og þeir þegar hún vafraði um skóginn ásamt eldri systkinum sínum, Jimmy og Darla.
Lágvært skráf heyrist og hún vaknar úr hugrenningunum. Einhver nálgast.
Lilah frýs, og sér fyrir sér opnu dyrnar og gluggana. Hefur morðinginn komið aftur? Hún barði aftur löngunina til að flýja til
svefnherbergisins í enda hússins og læsa sig inni. Þetta er örugglega bara gamall kúnni pabba sem hefur ekki heyrt fréttirnar ennþá.
Hún hleypur skyndilega yfir harðgert furugólfið að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók