Ást og afbrot

Brotlending
Brotlending

Brotlending

Published Desember 2015
Vörunúmer 351
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Brody Donovan hagræddi sér í sætinu og gerði sitt besta til að rétta úr löngum fótleggjunum. Unga myndarlega konan í sætisröðinni við hliðina, brosti til hans.

–Langt flug, ekki satt? sagði hún.

Langt flug, seinkun flugtaks og fjandanum órólegra flug síðustu tuttugu mínúturnar. Hann leit á úrið sitt og reiknaði lauslega í huganum hve langan tíma hann hefði til að ná tengifluginu.  –Já, svaraði hann kurteislega og lokaði síðan augunum til að losna við frekari samræður. Hann hafði enga löngun til spjalls. Friður og ró var það sem hann var á höttunum eftir. Næstu tíu dagana ætlaði hann að njóta þagnarinnar og gleyma öllu um niðurgrafnar jarðsprengjur, málmbrot á kafi í hörundi og þjáningum fórnarlamba stríðshrjáðra landa sem hann hafði unnið við að lappa saman síðustu árin. Hann hafði í hyggju að gleyma stríðinu með öllu og ímynda sér að öll dýrin í skóginum gætu verið vinir.

Fyrirhugaður áfangastaður kallaði á smávægilega lykkju á leiðinni en hann lét sig hafa það. Beint flug frá Miami til höfuðborgar Brasilíu, síðan minni vél um klukkutíma í norðurátt til staðar þar sem hvítur sandur, fagurblár sjór og ískalt romm beið hans. Húsið hafði Mack McCann vinur hans útvegað honum. Greiðalaun, hafði vinur hans sagt. Fyrir aðstoð hans við að bjarga lífi Hope Minnow. Þegar Mack fékk fregnir af því að Brody hefði í huga að fara í frí til Suður Ameríku án þess að hafa ákveðinn áfangastað í huga, þá brást hann skjótt við með því að innheimta einn greiða hér og annan þar og skyndilega stóð Brody til boða strandhús í Brasilíu.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is