Flýtilyklar
Ást og afbrot
Brúðarmær í hættu
Lýsing
Okkur er það mikil ánægja að bjóða þér í ... –Þetta hlýtur að vera grín. Conor Wildman renndi augunum yfir boðskortið í brúðkaupið. Upphleypt bleik hjörtu og fjólubláir borðar skreyttu pappírinn og litla spjaldið með upplýsingunum um hvert átti að senda svarið við boðinu. Þetta hlaut að vera grín. En var það ekki. Kærastan hans fyrrverandi var ansi ósvífin að bjóða honum í brúðkaupið sitt. Ennþá ósvífnara af téðri fyrrverandi að ætla að giftast fyrrum besta vini hans. Hann var ekki bitur. Conor hnussaði, fékk óvart heitt kaffi upp í nefið, og blótaði. Já, svona vel leið honum við að sjá nöfn Joe og Lisu saman, eins og þegar heitur svartur drykkur brennir nasaholurnar. Hann hefði átt að leyfa pósti gærdagsins að liggja á bekknum og skoða hann eftir vinnu í kvöld, eða eftir drykk eftir vinnu sem var enn betra. Nei, hann hefði átt að henda fölbleika umslaginu í ruslið og fara svo beint á barinn þar sem hann og vinir hans í lögreglunni voru vanir að hittast. Heimilisfang sendandans hafði ekki verið á umslaginu til þess að hann myndi ekki henda því beint í ruslið. Ef hann hefði verið búinn að fá kaffi hefði hann kannski rekið augun í að umslagið var sent frá Arlington, Virginiu, en hann var nýkominn úr morgunsturtunni og rétt búinn að hella í fyrsta kaffibollann svo minningin um það sem hann hafði glatað undanfarin tvö ár náði að koma honum á óvart. Það skipti ekki máli þó að hann skildi alveg ástæðuna fyrir því að Lisa sagði honum upp. Of margar lygar sem hann varð að segja, of margar nætur í vinnu þegar hann vann hjá vitnaverndinni. Það var samt sárt að vera sagt upp og röksemdirnar gátu ekki dregið úr sársaukanum við að fá
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók