Ást og afbrot

Dýrkeypt réttlæti
Dýrkeypt réttlæti

Dýrkeypt réttlæti

Published Júní 2017
Vörunúmer 369
Höfundur Joanna Wayne
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Við í kviðdómnum teljum að hinn ákærði, Edward Blanco sé saklaus af öllum ákæruliðum vegna morðsins á Evelyn Cox.
Allir í salnum tóku andköf um leið og svo heyrðust örvæntingarstunur og grátur frá ættingjum Evelyn sem vissu að réttlætinu hafði ekki verið fullnægt.
Aðstoðarfólk verjandans, Leif Dalton, klöppuðu honum á bakið og vildi taka í hönd hans. Edward Blanco brosti sama sakleysislega brosinu og hann hafði sýnt kviðdómnum undanfarnar vikur meðan vitnaleiðslur fóru fram en í þetta skipti sást fyrirlitning á réttarhöldunum og öllum þeim tengdum í svörtum augum hans.
Leif forðaðist augnsamband þegar Blanco þakkaði honum ákaft fyrir. Svo sneri hann sér við og tókst að nikka til kviðdómenda og dómara. Hann tók í hendur samstarfsfólksins en tilneyddur og án þess að meina nokkuð með því.
Hann var næstum því viss um að núna, í annað skipti á ævinni, hefði hann hjálpað morðingja til að sleppa við refsingu og fá frelsið aftur og eflaust myndi hann fremja annað morð...
nema einhver yrði á undan að drepa hann.
Saksóknararnir höfðu ekki átt möguleika. Sönnunargögnin gegn Blanco voru einfaldlega ekki fyrir hendi. Allt sem aðalsaksóknarinn bar á borð var byggt á líkum og það nægði kviðdómurum ekki lengur. Þeir vildu sönnunargögn eins og þeir sáu í endalausum lögregluþáttum í sjónvarpinu, DNA-samsvörun, morðingja sem leit út eins og morðingi en ekki myndarlegan og vel menntaðan mann sem þeir myndu velja sem tengdason.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is