Flýtilyklar
Ást og afbrot
Endurlausn
Lýsing
–Halló, er einhver þarna? kallaði hún.
Ekki átti hún svo sem von á svari og einu viðbrögðin sem hún fékk voru frá vindinum, sem blés og gnauðaði og bærði
greinar trjánna.
Hún andvarpaði og gekk aftur heim að húsinu. Áður en hún sté yfir þröskuldinn og lokaði dyrunum leit hún um öxl, en varð einskis vör.
Lokan stóð á sér þegar hún reyndi að smella henni. Eftir fjórar tilraunir gafst hún upp.
Amma hennar hafði viljað setja upp þessa loku, en Scarlett hafði ekki notað hana í mörg ár. Nú þurfti hún á henni að
halda, en árans draslið var trúlega ryðgað eða sat fast. Hún yrði að kaupa nýja.
Hún dró fyrir gluggann að nýju og settist við arininn, þar sem notalegur eldur bauð hana velkomna.
Fimm mínútum síðar, þegar hún hafði komið sér vel fyrir með bók í hendi, var barið hraustlega að dyrum.
Henni varð hverft við og hjartað fór á fleygiferð.
Hún fór til dyra með skörunginn í annarri hendinni og farsímann í hinni, jafnvel þótt farsímasamband væri ekki á
staðnum.
Hún hrökk í kút þegar knúið var dyra í annað sinn.
Hvers vegna í fjandanum hafði hún ekki látið gera gægjugat á útidyrahurðina fyrir löngu?
Hún dró tjaldið ofurlítið frá glugganum við dyrnar og rýndi út á pallinn. Úti stóð stór og mikill maður. Henni leist ekki á
blikuna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók