Flýtilyklar
Ást og afbrot
Fósturbarnið
Lýsing
Niall Watson hefði heldur viljað vera að kryfja lík á rannsóknarstofunni en standa við altarið og gæta bræðra sinna.
En ekki gat hann sagt nei við systur sína á brúðkaupsdaginn hennar. Ásamt silfurborðbúnaðinum sem hann hafði pantað á netinu var það hluti af gjöf hans til Oliviu og unnusta hennar að fara í sitt fínasta púss og standa andspænis kirkjugestum, sem ýmist brostu eða táruðust.
Olivia var yngst Watson-systkinanna fjögurra og eina stúlkan í hópnum. Hún hafði beðið hann um að sjá til þess að bræður þeirra, Duff og Keir, hegðuðu sér almennilega.
Það var snjallræði hjá henni. Óþekku bræðrunum yrði haldið á mottunni og Niall neyddur til að taka virkan þátt í athöfninni. Með því að láta hann fá afmarkað verkefni færi hann ekki að hugsa um líkið sem hann hafði skoðað daginn áður á rannsóknarstofunni í suðurhluta Kansasborgar, athugasemdirnar sem hann átti eftir að slá inn í tölvuna eða staðreyndir um fórnarlamb drukknunar sem hann vildi fara yfir aftur áður en hann léti rannsóknarlögreglunni niðurstöðurnar í té.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók