Ást og afbrot

Fyrirsát
Fyrirsát

Fyrirsát

Published Október 2017
Vörunúmer 373
Höfundur Joanna Wayne
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Carolina Lambert sneri sér í rólunni til að geta horft á R.J. Dalton þegar þau ræddu saman. Hann ruggaði sér fram og aftur í uppáhalds ruggustólnum sínum, leit annað slagið á hana en mun oftar starði hann eitthvert út í bláinn. Hún fékk sting í hjartað við tilhugsunina um hve hratt honum fór aftur. Hann hafði þegar tórað tveimur árum lengur en nokkur hafði gert ráð fyrir en staðreyndin var sú að óskurðtækt meinið í höfði hans gaf engan grið. Það var einungis spurning um tíma hvenær stundin rynni upp en þó varð hún að játa að hún öfundaði hann vegna þess að andlega var hann flestum sprækari.
Hrumar hendur hans skulfu svo óstjórnlega að hann þurfti að halda báðum höndum um bollann þegar hann dreypti á svörtu kaffinu. –Ég geri ráð fyrir að Brit hafi beðið þig að hafa ofan af fyrir gamlingjanum á meðan hún færi með Kimmie í ungbarnaskoðun.
−Það þarf ekki að biðja mig um að heimsækja þig. Það er mér sönn ánægja að verja tíma með þér, sagði Carolina sannleikanum samkvæmt. En hann hafði rétt fyrir sér. Brit tengdadóttir hans skipulagði líf fjölskyldunnar með þeim hætti að R.J. væri aldrei einsamall lengur en nokkrar mínútur í senn.
−Þú ert engum lík, Carolina, og besti fjandans nágranni sem skálkur eins og ég gæti óskað sér. Og svona fjallmyndarleg að auki.
Ég trúi því ekki enn að þú skulir enn valsa um ógift. Það eru allavega þrjú eða fjögur ár frá því Hugh dó, eða hvað?
−Fjögur og hálft.
−Það er dágóður tími með lífið

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is