Ást og afbrot

Glæpakvendið
Glæpakvendið

Glæpakvendið

Published Október 2020
Vörunúmer 409
Höfundur Debra Webb
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Fjórir dagar til réttarhalda
Sunnudagur 2. febrúar
Winchester, Tennessee
Það var farið að kólna.
Veðurfræðingurinn varaði við snjókomu á mánudaginn.
Hitinn lækkaði hægt og sígandi. Henni var alveg sama. Hún þurfti ekki að gera neitt, nema vera þarna.
Í fjóra daga.
Eftir fjóra daga rynni dagurinn upp.
Ef hún lifði svo lengi.
Hún nam staðar, sneri sér hægt í hring og virti fyrir sér þétt skóglendið í kring. Hvergi var neitt að sjá nema tré og
þennan eina stíg. Hnígandi sólin sendi geisla sína milli nakinna greinanna.
Á þessum stað hafði hún dvalist síðustu daga sumars og síðan allt haustið. Nú voru vetrarlok í augsýn. Allan þennan
tíma hafði hún aðeins séð eina mannveru.
Það var best, sögðu þau. Henni til verndar.
Það var satt. En hún hafði aldrei á ævinni verið jafn einmana. Að minnsta ekki síðan pabbi hennar dó.
Fyrsta árið eftir lát hans hafði hún smátt og smátt vanist
því að vera tuttugu og fjögurra ára gamall munaðarleysingi.
Hún átti engin systkini og enga ættingja. Hún var alein

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is