Flýtilyklar
Ást og afbrot
Grunuð um glæp
Lýsing
Hún starði á dána manninn og var með ákafan höfuðverk.
Maðurinn var áreiðanlega dáinn. Hún horfði á brjóstið á honum og beið þess að sjá það rísa og hníga. En ekkert gerðist.
Þurr froða loddi við varir hans, höku og skegg eins og næfurþunnur köngulóarvefur. Opin, blóðhlaupin augun minntu á undrandi persónu í teiknimynd.
Hún skoðaði teppið í kringum líkið. Þar var hvorki að sjá blóð né vopn, einungis vatnsflösku sem lá á hliðinni. Um fjórðungur innihaldsins var enn í henni.
Hún settist á hækjur sér og neri á sér gagnaugun. Mikið óskaplega var henni illt í höfðinu.
Hvað hafði gerst í þessu ódýra mótelherbergi? Hver var þessi maður?
Og hver var hún?
Hún fékk kökk í hálsinn. Þessi spurning hafði vaknað og valdið henni skelfingu þegar hún rankaði við sér þar sem hún
lá skáhallt á rúminu, fullklædd. Það var áður en hún sá manninn á gólfinu. Hún hafði gleymt vandamálinu þegar hún kom
auga á líkið, en algert minnisleysi var ekki hægt að hundsa mjög lengi.
Einhvers staðar hlaut að finnast vísbending um það hver hún væri.
Hún stóð upp og litaðist um. Lampinn lá á hvolfi, tveggja manna rúmið var í óreiðu og fyrir ofan gaflinn hékk brotin
mynd.
Sá látni hafði ekki gefist upp baráttulaust. En við hvern hafði hann barist? Hana? Hafði hún drepið manninn eftir átök?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók