Flýtilyklar
Ást og afbrot
Hætta í aðsigi
Lýsing
Það skrjáfaði í snjóhvítu slörinu þegar April klifraði út um gluggann. Satínskórnir lentu með soghljóði í blautri leðju. Hún
kippti blúnduverkinu af höfðinu og stakk því bak við runna.
Hún dró andann djúpt og kíkti fyrir húshornið. Hárlokkarnir féllu yfir aðra öxlina. Það glampaði á langa eðalvagninn í
morgunsólinni í Nýju-Mexíkó og það fór hrollur um hana.
Núna minnti bíllinn meira á líkvagn... til að flytja hana. Hver sagði að Nýja-Mexíkó væri töfrandi?
Hún pírði augun og nagaði jarðarberjaglossið af vörunum.
Ef hún legði á flótta í bílnum væri hægt að rekja hann en hún gæti að minnsta kosti leyst aðalvandamálið þessa stundina, að hún átti enga peninga. Hún velti því fyrir sér hvort hún ætti að læðast inn í húsið og sækja handtöskuna sína en hún mat líf sitt of mikils til þess... það var þá allavega einhver sem gerði það.
Hún strauk niður eftir blúndunni á síðunni til að fullvissa sig um að skrýtna kringlótta merkið, sem hún hafði fundið í
skrifborðinu hjá Jimmy, væri þarna ennþá og dró svo farsímann upp hinu megin. Hún opnaði smáforrit fyrir farveitur og
brosti þegar hún sá litlu doppurnar á skjánum sem sýndu nærstadda bíla... bjargvættina hennar.
April pantaði bíl og rölti svo að hliðinu þó að hana dauðlangaði til að hlaupa af stað. Hún kæmist ekki óséð í burtu því
Jimmy var með öryggisverði á sínum snærum út um allt en það grunaði engan neitt ennþá. Hún gat leikið tilvonandi brúði í 10 mínútur í viðbót. Fjandinn hafi það, hún hafði látið eins og hún væri ástfangin af Jimmy undanfarið hálft ár.
Oscar, maðurinn sem sá um að gæta hliðsins framan við setrið, stökk á fætur. –Ertu nokkuð hætt við, April?
–Ég ætlaði bara að stelast til að reykja. Ég veit að Jimmy hatar sígarettur og ég er að reyna að ná nokkrum í viðbót áður
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók