Flýtilyklar
Ást og afbrot
Hættuástand
Lýsing
–Komdu hingað, kis, kis, kallaði hún og skalf í haustnepjunni.
Þetta var það minnsta sem hún gat gert fyrir þessa villiketti, að gefa þeim að éta, en engu að síður fann hún stöðugt til sektarkenndar þegar hún staldraði við til þess að vitja þeirra. En fyrst þeir þurftu endilega að vera heimilislausir þá voru þessar yfirgefnu verksmiðjur meðfram árbakkanum kannski ekki svo slæmur kostur. Þeim kom greinilega vel saman og hér voru engin rándýr til þess að ráðast á þá og svo var nóg af músum þegar svo bar undir að Rita þurfti að vinna yfirvinnu og hafði ekki tíma til þess að fóðra þá.
Kettirnir hópuðust að Ritu þegar hún kom fyrir húshornið. Þeir létu vel í sér heyra og bitust um að komast sem næst henni. Hún nam staðar við nokkrar steinsteyptar skálar sem hún hafði keypt í garðyrkjuverslun. Hinar, sem hún hafði keypt í gæludýrabúðinni, höfðu einfaldlega fokið út í buskann.
–Hver er svangur? Hún hellti úr pokanum í allar skálarnar. –Ah, ah, ah. Hún skildi tvo kettina að. –Engin slagsmál hér. Það er nóg til handa öllum.
Pokinn var næstum tómur þegar hún kom auga á einn sem var seinn fyrir. Hann var gulbröndóttur en eitthvað var einkennilegt við hann. Andlit hans og önnur síða voru útötuð í einhverju sem hún sá ekki hvað var.
–Hvað er þetta eiginlega? Rita settist á hækjur sér til þess að kanna málið frekar. Þá sá hún að feldurinn var þakinn eldrauðum klessum. Rita lagði hönd á barm sér. –Elsku kallinn, hvað kom fyrir þig? Hún teygði sig eftir kettinum en hann bara hvæsti og stökk í burtu. Það var auðvelt að gleyma því að margir af þessum köttum voru í raun villikettir en ekki bara kettir sem höfðu verið yfirgefnir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók