Flýtilyklar
Ást og afbrot
Hættuslóð
Lýsing
Winchester í Tennessee
Föstudagur 9. ágúst
Sadie Buchanan hafði aldrei áður komið til Winchester.
Hún hafði komist næst því er hún skrapp til Tullahoma og það var fyrir löngu, þegar hún fékk fyrsta verkefnið á
Nashville-svæðinu. Hún hafði þurft að sitja ráðstefnu íArnold-herstöðinni í einn dag.
Það var óvenjulegt að alríkislögregluþjónar enduðu á þessu svæði. Vandræði af því tagi sem kröfðust þátttöku
hennar áttu sér sjaldan stað í smábæjum. Flest verkefnin voru í stórborgum, í eyðimörkinni eða uppi í fjöllum.
En í hvert sinn sem alríkislögregluþjónn var í vanda staddur kom hún honum til hjálpar.
Hún lagði bílnum við bækistöðvar lögreglustjórans í Franklinsýslu.
Þegar hún hóf störf hafði það ekki beinlínis verið á stefnuskránni að bjarga löggæslumönnum úr háskalegum aðstæðum, en eftir tveggja ára virka þátttöku í löggæslunni hafði hún tekið þátt í verkefni sem olli því að það varð hennar sérsvið.
Verkefnið hafði farið hátt og athygli ráðamanna beinst að alríkislögregluþjóninum sem sinnti því. Meðan á björgunarleiðangrinum stóð uppgötvaði hún hæfileika sinn til að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók