Ást og afbrot

Hulin hætta
Hulin hætta

Hulin hætta

Published Deember 2020
Vörunúmer 411
Höfundur Debbie Herbert
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann var búinn að finna hana. Aftur.
Hrollurinn sem fór um Beth var ekki af völdum napra vindsins í Appalasíufjöllum heldur bréfsins sem hún hélt á.
Hana langaði til að fleygja því í snjóinn og láta það bráðna í hvíta teppinu sem þakti lóðina við setrið. En forvitnin og sjálfsbjargarhvötin vildu ekki leyfa henni að sýna slíkan kjánaskap.
Hún leit upp úr póstbunkanum sem hún hélt á og horfði í kringum sig.
Ekkert spillti ósnortnum snjónum í fína og dýra hverfinu í Falling Rock. Reisuleg hús stóðu við traðirnar í hverfinu, sem
var afgirt, og reykur liðaðist upp um allmarga skorsteina. Á yfirborðinu var allt indælt, siðmenntað og rólegt.
Var hann að fylgjast með henni núna? Njóta þess að sjá hana engjast af ótta?
Beth andaði að sér ísköldu loftinu og rétti úr sér. Hún ætlaði ekki að gera honum það til geðs. Sakamaðurinn, sem nýlega hafði lokið afplánun, var í hættulegum leik. Ef hann hefði viljað meiða hana hefði hann getað gert það í Boston þegar hann braust inn í íbúðina hennar.
Hún lokaði póstkassanum og rölti upp heimreiðina. Hún brosti meira að segja, ef vera kynni að hann fylgdist með henni
úr skóginum í fjallshlíðinni. Loks var hún komin að aðaldyrunum og loppnir fingurnir tóku um húninn. Svo opnaði hún dyrnar og gekk inn.
Hlýjan umvafði Beth þegar hún læsti hurðinni og hallaði sér upp að henni. Allt í einu var sem fæturnir á henni væru gerðir úr 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is