Flýtilyklar
Ást og afbrot
Leyndarmál eyðimerkurinnar
Lýsing
Dimm skýin söfnuðust saman yfir Catalinafjöllunum og himnarnir opnuðust. Regnið skall á þjóðveginum og gufan steig upp af þurru malbikinu. Fyrsta regntímabil þessa ársfjórðungs var skollið á í Sonoraneyðimörkinni af miklum krafti, eins og hellt væri úr fötu.
Jolene steig fast á bremsurnar og afturendinn á bílnum skreið aðeins til. Hún sló á stýrið með flötum lófa og æpti: –Lærðu að keyra!
Hún gat ekki hætt á að lenda í slysi núna, ekki með þennan farm í bílnum. Farsíminn, sem lá á mælaborðinu, hringdi og hún leit á skjáinn, sá nafn frænda síns og svaraði eftir að hafa stillt á hátalarann.
–Hæ Wade, hvað segirðu?
–Þetta er amma.
–Amma, af hverju leyfir þú mér ekki að kaupa farsíma handa þér fyrst þú ert alltaf að fá símann hjá Wade lánaðan?
–Ég skil ekki af hverju ég get ekki notað gamla símann minn lengur. Hún skellti í góm. –Þetta eru engar framfarir.
Jolene geiflaði varirnar. –Það var hætt að nota landlínur á verndarsvæðinu, amma, því fólkið hélt að allir væru komnir með farsíma.
–Það var ekki rétt. Hún hóstaði.
–Ertu ennþá stífluð?
–Þetta er ekkert. Ég hringdi til að athuga hvenær þú kemur.
Wade sagði mér að þú hefðir farið úr bænum í nokkra daga.
Púlsinn herti á sér. –Hvað er að?
–Það er ekkert að. Þarf alltaf eitthvað að vera að? Mig langaði bara að hitta eitt af uppáhalds barnabörnunum mínum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók