Ást og afbrot

Leynileikur
Leynileikur

Leynileikur

Published Janúar 2018
Vörunúmer 376
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þetta er slæm hugmynd, muldraði Marcos Costa með sjálfum sér þegar hann ók glæsilegum blæjubílnum, sem fíkniefnalögreglan hafði útvegað honum, út í óbyggðirnar í Maryland. Eða frekar upp í óbyggðirnar. Hann fann hvernig hann
fór sífellt hærra þegar hann gaf bílnum inn á malarveginum upp í Appalachiafjöllin.
–Þetta var þín hugmynd, rödd félaga hans svaraði úr opinni farsímalínunni.
–Hún þarf ekki að vera góð fyrir það, grínaðist Marcos.
Sannleikurinn var sá að þetta var stórgóð hugmynd. Ef hann lifði þetta af.
Fíkniefnalögreglan hafði verið að reyna að komast nálægt Carlton Wayne White árum saman en maðurinn var jafn sjúklega tortrygginn og hann var útsmoginn. Fram að þessu höfðu þeir ekki einu sinni vitað heimilisfangið hans.
Og þeir vonuðu að heimilisfangið sem Marcos var á leið til núna væri í rauninni setrið hans Carltons en ekki bara gömul
kolanáma þar sem eiturlyfjabarón gæti grafið líkið af leynilegum útsendara sem komið hafði verið upp um. Það er að
segja, hann.
–Samkvæmt GPS-tækinu er ég nálægt, sagði Marcos við félaga sinn. –Ég ætla að fela símann núna. Ég hef aðeins samband við þig í gegnum hann ef ég lendi í vandræðum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is