Flýtilyklar
Ást og afbrot
Liðsforinginn
Lýsing
Þegar hann sté í fótinn nísti sársaukinn ökklann á honum.
Hann læddist til hliðar og studdi sig við litla syllu í hamraveggnum. Yfirborðið var gróft og rispaði lófann. Hann saup
hveljur.
Hann settist á hækjur sér, rétti úr særða fætinum og virti fyrir sér grýtta víðáttuna fyrir neðan. Jafnvel þótt báðir fætur
væru í lagi og hann búinn að svala þorsta sínum og seðja hungur sitt væri þetta land erfitt yfirferðar. Vatnsþurfi, sársvangur og með meiddan fót átti hann ekki minnstu möguleika.
Hann virti fyrir sér gráan himininn, skýin og regnið sem var yfirvofandi og yrði í senn frelsun og ögrun. Hann staulaðist eftir grýttri jörðinni sem var þakin mold. Þegar rigningin skylli á myndi moldinni skola burt. Til yrði mórauður lækur og slóðin niður fjallshlíðina yrði hál og hættuleg.
Hann hafði þegar séð einn manna sinna kútveltast niður hlíðina. Hafði Knight lifað fallið af? Hann reiknaði með því,
enda var hann vaskur Delta-hermaður. En jafnvel þótt Asher hefði komist af hefðu mennirnir, sem sviku þá, tekið hann af lífi.
Þeir hefðu aldrei farið að skilja eftir vitni á lífi.
Hann dró andann djúpt og strauk sér um munninn með handarbakinu. –Hélstu virkilega að það yrði auðvelt að láta
sig hverfa í Afganistan á miðju óvinasvæði, Denver?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók