Flýtilyklar
Ást og afbrot
Lykilvitni
Lýsing
Henni hafði tekist það! Shaye Mallory brosti með sjálfri sér þar sem hún rölti með innkaupapokana áleiðis að tíu ára gömlu fólksbifreiðinni sinni sem hún hafði lagt í útjaðri bílastæðisins við matvöruverslunina. Hún hafði haldið út heila viku í fullri vinnu á rannsóknastofu Jannis héraðs í réttarmeinafræði.
Heil vika án þess að verða fyrir skotárás.
Vissulega tilefni til fagnaðar og einmitt af því tilefni var stór súkkulaðiís í öðrum innkaupapokanum. Hún reyndi sitt besta til að kenna ekki í brjósti um sjálfa sig fyrir að fagna þessum áfanga ein síns liðs á föstudagskvöldi. Það voru auðvitað ekki nema tvö ár frá því hún flutti til Maryland, eftir að hafa fengið vinnu sem tölvusérfræðingur á rannsóknastofu lögreglunnar í réttarmeinafræði. Á þeim tíma höfðu byssukúlur verið henni álíka framandi og að búa ein og fjarri stórfjölskyldunni. Jafnvel þótt hún hefði eignast vini á rannsóknastofunni, þá var enginn þeirra svo náinn vinur að hún trúði viðkomandi fyrir því að hana langaði til að halda upp á heila viku við vinnu án þess að verða fyrir skotárás eða fá tauaáfall. Að halda upp á áfangann með fjölskyldunni í gegnum tölvuna var líka einum of aumkunarvert og þá fengju þau bara áhyggjur af henni.
Sannleikurinn var þó sá að dagurinn í dag markaði þáttaskil í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók