Flýtilyklar
Ást og afbrot
Miðnæturriddarinn
Lýsing
Brit Garner vaknaði við pirrandi titringinn í farsímanum sínum sem lá á náttborðinu. Hún skellti koddanum yfir höfuðið og reyndi að útiloka suðið sem þagnaði um stund en hófst að nýju eftir stutt hlé. Félagi hennar átti ekki gott í vændum ef þetta reyndist vera hann! Hún seildist í símann, leit á skjáinn og svaraði. –Það er eins gott að erindið sé mikilvægt, Rick Drummond!
−Fyrir þig stendur valið ekki á milli lífs og dauða en þú ættir
að drífa þig í líkhúsið.
−Hvaða hluta af því að ég sé í fríi og hafi í hyggju að sofa fram að hádegi á hverjum degi skilur þú ekki?
−Ég skil þetta alltsaman og veit að þú átt skilið að taka þér frí eftir brjálæðislega vinnu síðustu mánuðina en ég held að þú viljir sjá þetta.
−Ég hef áður séð lík. Eiginlega hafði hún séð þau einum of mörg og sem var ein ástæða þess að hún þurfti á fríi að halda.
Faðir hennar hafði aðvarað hana um að svona væri líf lögreglumannsins.
−Líttu bara aðeins við. Það kallar ekki á neina vinnu af þinni hálfu. Ég held í alvöru að þú ættir að sjá þetta.
−Af hverju er svona mikilvægt að ég sjái þetta tiltekna lík?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
−Líttu bara aðeins við, Brit. Ég býð í kaffi og morgunverð á eftir.