Flýtilyklar
Ást og afbrot
Miskunnarleysi
Lýsing
Marissa Lane vissi að eitthvað var að um leið og hún sá hann.
Á þeim sex mánuðum sem liðnir voru frá því að hún byrjaði að hlaupa eldsnemma á morgnana hafði hún varla séð nokkurn mann í þjóðgarðinum fyrir sólarupprás, nema einstaka lögregluþjóna. En þennan morgun voru engir lögregluþjónar á vappi.
Þarna var enginn nema hann. Maður sem var næstum hulinn skugga á útsýnisstaðnum þaðan sem hún fylgdist með sólinni koma upp þrisvar í viku.
Hún hægði á sér þegar hún kom að lágu timburgirðingunni sem skildi hlauparana og göngufólkið frá hengifluginu ofan í
grenitrén og runnana. Svo reigði hún sig og beygði til að sjá manninn. Eðlisávísun hennar sagði henni að allt við þessar
kringumstæður væri óeðlilegt, en hún reyndi að bægja henni frá sér. Hún hafði hitt marga hlaupara í áranna rás og þeir voru allir ágætir. Sálufélagar. Útivistarfólk. Það var tíminn sem kom henni í uppnám. Hún hafði talið að hún væri ein um að fara út að skokka svona snemma.
Hömrum girtur austurhluti hæsta fjallsins í garðinum var besti staðurinn í Cadesýslu til að njóta sólaruppkomunnar og
jafnvel sá besti í gervöllu Kentucky-ríki. Marissa hafði að minnsta kosti enn ekki fundið betri stað, enda þótt það væri starf hennar að reyna það og það gerði hún fjóra morgna í viku. Yfirleitt lauk hún við vatnið og innbyrti eðlið áður en hún gekk aftur að bílnum sem beið hennar tæpa átta kílómetrum neðar við stíginn, en þennan dag sagði sérhver fruma í skrokknum á henni að
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók