Ást og afbrot

Ofsótt
Ofsótt

Ofsótt

Published Nóvember 2015
Vörunúmer 350
Höfundur Beverly Long
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Mack McCann þurrkaði svitann úr augunum og teygði sig í
kaldan bjórinn. Hann hafði verið að pússa fjalir í þessari
óvenju heitu vorsól, að því er virtist tímunum saman. En
hann sá árangur. McCann-kofinn, sem hafði verið sprengdur
upp fyrir sjö mánuðum, myndi rísa á ný.
Kofinn yrði að vera tilbúinn fyrir brúðkaup Chandler og
Ethans seint í júní. Systir hans hafði viljað giftast í Crow
Hollow. Ethan hafði ekki viljað bíða en hafði samþykkt það
því hann gerði allt fyrir Chandler.
Það var mesta furða að systir hans hafði fallið fyrir einum
besta vini hans. Þeir Ethan Moore, auk Brodys Donovan, höfðu
eytt mótunarárum sínum í kofum McCann- og Donovan-fjölskyldnanna.
Strákarnir þrír höfðu varið mörgum sumrum í að
ráfa um skógana og veiða í vötnunum hátt uppi í Klettafjöllum
Colorado, án þess að vita að vináttan myndi ná yfir allan heiminn
næstu tuttugu árin.
Ethan hafði skráð sig í herinn og flogið þyrlum. Brody
hafði farið í háskóla, svo í læknaskóla og svo komið öllum á
óvart með því að skrá sig í flugherinn. Og Mack, jæja, hann
hafði gert nákvæmlega það sem hann hafði langað að gera
frá sjö ára aldri.
Hann hafði gerst njósnari.
Svona nokkurn veginn.
Gagnaöflun sjóhersins. Hann hafði starfað í fleiri löndum
en hann hafði tölu á og við bæði bestu og verstu kringumstæður
sem fólk gat upplifað. Silkilök og veglegar máltíðir í
Katar, moldargólf og baunir í Kongó.
Hann hafði setið til borðs með forsetum og prinsessum.
Hann hafði setið við hliðina á fátækum bændum og þvegið
fötin sín í gruggugum ám. Leikvöllur hans var hvar sem upplýsinga

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is