Ást og afbrot

Ofstæki
Ofstæki

Ofstæki

Published Ágúst 2020
Vörunúmer 407
Höfundur Debra Webb
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Morðingi.
Cecelia Winters starði á þetta ljóta orð sem hafði verið párað með rauðri málningu á hvítu útidyrahurðina. Hún leit um öxl á leigubílinn sem lagður var af stað að nýju. Svo stundi hún og lagði bakpokann frá sér á pallinn.
Levi, bróðir hennar, hafði átt að sækja hana þegar hún var látin laus úr fangelsi. Hann hafði greinilega tafist.
Hún tyllti sér á tá en náði samt ekki upp á sylluna fyrir ofan dyrnar. Þá litaðist hún um á pallinum og komst að þeirri niðurstöðu að stóll myndi duga ágætlega. Stólarnir tveir og rólan höfðu verið á veröndinni hjá ömmu hennar frá því að Cece mundi eftir sér. Fléttaða blómakarfan milli stólanna var tóm og þarfnaðist málningar. Í kringum hana mátti sjá örlitlar, hvítar málningarflögur.
–Að hruni komin eins og allt annað hér um slóðir, muldraði hún, dró stólinn að dyrunum og prílaði upp á hann.
Lykillinn lá á rykföllnu syllunni eins og ævinlega. Það gengi kraftaverki næst ef enginn hefði brotist inn, stolið öllu steini
léttara og skemmt allt sem hægt var að skemma. En Cece, eins og hún var jafnan kölluð, kvartaði ekki. Amma hennar hafði arfleitt hana að þessu gamla húsi ásamt fjögurra hektara landi í kring. Veggirnir stóðu enn og þakið virtist vera í þokkalegu standi. Ef fleira var heillegt teldist það bónus. Cece var ákaflega fegin að hafa einhvern stað til að dveljast á. Fjölskylda hennar hafði snúið við henni baki fyrir löngu. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is