Flýtilyklar
Ást og afbrot
Óvæntur lífvörður
Lýsing
Einn herlögreglumaðurinn hrópaði: –Gefðu þig fram, gefðu þig fram, hvar sem þú ert.
Rex ranghvolfdi augunum. Ef þessi hermaður væri hluti af sérsveit hans hefði hann heldur betur fengið skömm í hattinn fyrir svona framkomu. Margoft hafði Rex orðið að taka Cam Sutton til bæna fyrir óvarkára framkomu en hann var einn af yngri meðlimum sésveitarinnar.
Einhver hvíslaði í áminningartón í myrkrinu.
Ungi hermaðurinn svaraði: –Mér er sama, þetta getur ekki staðist. Denver, majór er ekki svikari.
Rex taldi að hann nyti trausts flestallra hermannanna sem þekktu vel til orðspors hans en sönnunargögnin gegn honum
voru yfirþyrmandi. Af hverju hann? Hann og menn hans hlutu að hafa rekist á eitthvað meiri háttar fyrst það var svo nauðsynlegt að koma þeim fyrir kattarnef. Og hann vonaðist til þess að fá nægan tíma til að komast að því.
Trjágrein brotnaði á hægri hönd hans og Rex snéri sér í átt að henni. Það glampaði á eitthvað í þéttum skóginum. Hann greip til næturkíkisins og sá mann á fjórum fótum sem fylgdist vandlega með herlögreglumönnunum fyrir neðan.
Adrenalínið flæddi um líkama hans og hjartað sló örar. Voru þeir fleiri? Hann skannaði svæðið í kring um þennan eina. Ef hann var ekki aleinn þá voru hinir ennþá víðs fjarri og nógu fjarri til þess að herlögreglumennirnir myndu hafa nægan tíma til að bregðast við árás.
Rex gat ekki drepið þennan óvin hljóðlega og lögreglumennirnir yrðu snöggir að umkringja hann ef hann reyndi að drepa hann.
Hann leit aftur fyrir sig og kannaði fallið að baki honum.
Hann hafði séð það svartara.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók