Ást og afbrot

Ráðgáta
Ráðgáta

Ráðgáta

Published Mars 2019
Vörunúmer 390
Höfundur Carol Ericson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Henni hafði tekist að sannfæra Scott, framleiðanda þáttanna Óleystar ráðgátur um að hún þyrfti að fara á undan tæknimönnunum til að ræða við væntanlega viðmælendur og rannsaka gögn. Hún ætti sjálf kvikmyndavél og gæti því unnið dálítið sjálf áður en tökumaðurinn Joel kæmi á vettvang.
Þættirnir voru geysivinsælir og Scott því tilbúinn að gera næstum hvað sem vera skyldi fyrir Beth. Og það var svo sem
engin lygi að hún þurfti að sinna talverðri forvinnu áður en tæknimennirnir kæmu.
Það skrjáfaði í trjánum í kringum hana. Hún stansaði, hallaði undir flatt og lagði við hlustir. Ef til vill hefði hún átt að
kanna dýralífið í skóginum áður en hún anaði inn í hann. Voru birnir á þessum slóðum í norðvesturríkjunum? Eða kannski úlfar? Varla tígrar, þó.
Þegar hún hélt áfram brakaði og skrjáfaði í laufunum fyrir aftan hana, einum of nálægt fyrir hennar smekk, og hún snarstansaði á nýjan leik. Hárin aftan á hálsinum á henni risu. Hún skalf og gamall ótti gaus upp á ný.
Hún leit um öxl og varpaði öndinni léttar. Karlmaður sem teymdi reiðhjól nam staðar og rak upp stór augu.
–Ungfrú?
Léttirinn hvarf um leið og hún virti manninn fyrir sér. Á honum var harðneskjusvipur manns sem afplánað hafði fangelsisdóm. Hún þekkti svipinn, enda hafði hún oft séð hann þegar hún var að vinna efni fyrir þáttinn sinn.
–Halló. Við maðurinn minn erum bara á göngu. Hann fór á undan.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is