Flýtilyklar
Ást og afbrot
Rauðhærða konan
Lýsing
–Myndir þú frekar vilja standa frammi fyrir hálfri tylft
fjölmiðlamanna á fjölmiðlafundi en að lenda í skotbardaga við
eiturlyfjasmyglara í óbyggðunum?
Graham Ellison höfuðsmaður horfði fýlulega á þann sem
spurði, Lance Carpenter lögreglumann frá Montrose-sýslu. –Er
þetta brelluspurning? Ég hef þó allavega tækifæri nálægt eiturlyfjasmyglurunum. Það skiptir ekki máli hvað ég segi á þessum fjölmiðlafundum. Fjölmiðlar snúa því eins og þeir vilja.
–Ef spurningarnar verða of erfiðar, settu þá upp illskusvip og
segðu þeim að öryggi óbreyttra borgara sé þitt helsta kappsmál.
Carpenter klappaði Graham á bakið. –Þú átt eftir að standa þig
vel.
Graham leit yfir hóp blaðamanna, myndatökufólks og fréttabíla sem biðu á bílastæðinu utan við hjólhýsið sem þjónaði hlutverki höfuðstöðva fyrir Löggæslusveitina... gælunafn sem starfshópur, samsettur af fólki frá mörgum stofnunum, sem átti að
glíma við glæpi á landi í almenningseigu í suðvestur-Colorado,
hafði fengið. –Öryggi borgaranna er mitt helsta kappsmál, sagði
hann. –Eða eitt þeirra. Það er margt sem veldur mér áhyggjum
og ég þarf ekki að láta fjölmiðlamenn segja mér hvernig ég á að
vinna vinnuna mína eða eyða tíma mínum með því að telja upp
hvernig ég sinni vinnunni vitlaust á allan hátt.
–Ég held að þú hafir ekki um neitt að velja í þetta sinn. Lance
leit yfir öxlina á Graham og horfði á hópinn sem fór stækkandi.