Flýtilyklar
Ást og afbrot
Sannleikurinn
Lýsing
Sunnudagur 24. mars
Sasha Lenoir reyndi að halda brosinu meðan æskuvinkona hennar, Audrey Anderson, fylgdi síðustu gestunum til dyra.
Erfidrykkjan að lokinni útför ömmu hennar var gömul hefð og Söshu hafði tekist að komast í gegnum hana án þess að fara að gráta og verða sér til skammar. En eftir því sem á samkvæmið leið höfðu taugarnar þanist og yfirvegunin dvínað.
Hún yrði að loka sig af í hljóðu herbergi í nokkrar klukkustundir meðan hún hlóð batteríin, jafnaði sig og setti tilfinningarnar í geymslu á nýjan leik. Hún hafði eytt mörgum árum í að þróa hæfileikann til að stjórna viðbrögðum sínum og tilfinningum, enda menntuð í hættustjórnun. Múrinn hennar var að jafnaði rammger og ókleifur.
En þessi dagur hafði verið öðruvísi. Persónulegur. Eini eftirlifandi ástvinur hennar, að dótturinni frátalinni, var dáinn
og grafinn. Sasha gat ekki lengur spurt neinn út í ætt sína og uppruna. Enginn gat lengur minnt hana á allt sem hún hafði sigrast á, það sem hún hafði afrekað eða hvaða markmiðum hún gæti enn náð, þrátt fyrir fortíðina.
Lífið yrði aldrei samt á ný.
Viola Simmons hafði verið henni miklu meira en amma.
Hún hafði verið henni móðir, faðir, systir, besta vinkona
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók