Ást og afbrot

Skuggabaldur
Skuggabaldur

Skuggabaldur

Published Nóvember 2021
Vörunúmer 422
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Svitinn rann niður gagnaugun á Lyndy Wells og niður á milli herðablaðanna. Hún var á leiðinni til baka að bílnum sínum eftir erfiða kvöldgöngu. Tæp 14 aukakíló voru nóg til að fá hvern sem var til að svitna en þegar óþægileg stígvél og ullarkápa bættust við var gangan mjög erfið. Það var ekki nóg með að hún ætti ennþá eftir að losa sig við 7 kíló eftir meðgönguna heldur bar hún barnið í poka framan á sér, klætt í þykkan kuldagalla. Gus var orðinn 5 mánaða og henni fannst kominn tími til að losna við þessi aukakíló. Það var komið fram á haust og stutt þangað til það færi að snjóa í litla bænum í norðurhluta Kentucky. Þá yrðu kvöldgöngurnar ekki kaldar lengur heldur ómögulegar en þangað til ætlaði hún að gera sitt besta til að ganga 8000 skref á dag, eða nálægt því, með son sinn framan á sér. Núna langaði hana ekki til neins annars en að setjast inn í bíl og drekka úr vatnsflöskunni. Hún stoppaði aðeins við vatnið til að liðka fæturna aðeins til að reyna að minnka sviðann og ná andanum. Dagarnir voru orðnir svo stuttir að hún átti von á að flestir væru farnir að halda sig heima, nema hún.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is