Ást og afbrot

Skyttan
Skyttan

Skyttan

Published Nóvember 2017
Vörunúmer 374
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Andre Diaz reis upp við dogg, ringlaður og sá ekkert fyrir reyknum sem fyllti svefnherbergið hans. Þegar hann dró andann fannst honum hann vera að kafna. Þreyttur heilinn reyndi að átta sig á því hvað um væri að vera.
–Andre! Stattu upp!
Rödd eldri bróður hans barst í gegnum reykinn. Skelfingu lostinn svipti Andre af sér sænginni og stökk fram úr svo að
við lá að hann hrasaði.
–Við verðum að vera snöggir, sagði Cole. Hann var alltaf yfirvegaður, en í þetta sinn greindi Andre ótta í rólegri röddinni.
Andre staulaðist gegnum dimmt herbergið og átti erfitt með að anda. Frammi á gangi logaði ljós, en þegar hann komst að dyrunum til bræðra sinna sá hann að birtan kom ekki frá ljósaperu.
Húsið var að brenna.
–Haltu þér fast í mig, sagði Cole. –Marcos, taktu í hina höndina á Andre. Ekki sleppa. Drífum okkur.
Andre hélt sér fast í skyrtu stóra bróður síns og fann hönd litla bróður þeirra taka um öxlina á sér. Síðan hröðuðu þeir
sér að stiganum.
Veggirnir stóðu í ljósum logum. Þegar Andre leit upp sá hann að loftið var alelda líka.
Þeir komust loksins að stiganum og Cole herti gönguna.
Hann kallaði eitthvað til þeirra, en af því að þeir Marcos hóstuðu báðir heyrði Andre ekki hvað hann sagði.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is