Ást og afbrot

Sonur kúrekans
Sonur kúrekans

Sonur kúrekans

Published Ágúst 2019
Vörunúmer 395
Höfundur Robin Perini
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Fimm árum áður.
Náttmyrkrið í Texas rofnaði með þrumugný og eldingum.
Jared King stóð við endann á bryggjunni á Last Chance Lake, grandalaus um veðrið og með stóran poka sér við hlið. Hann rýndi í gegnum vatnið sem lak af börðum Stetsons hattsins síns í von um að sjá einhver merki um eiginkonu sína. Var þetta bara enn ein illgjörn fléttan í siðlausum leik mannræningjans?
Hvar var hún? Hvar var Alyssa?
Hringing símans heyrðist í gegnum slagviðrið. Hann greip símann og ýtti á skjáinn. –King, hreytti hann út úr sér.
Á hinum enda línunnar heyrðist ógnvekjandi og alltof kunnuglegur hlátur. –Þú lítur út fyrir að vera í uppnámi, Jared.
Jared leit upp og hringsnerist. Maðurinn var að horfa á hann.
Jared rýndi í myrkrið og reyndi að leita að mannræningjanum á meðan hann leiddi hjá sér gífurlegan óttann sem hafði
gripið um sig í hjarta hans.
Af hverju hafði hann skilið hana eina eftir?
Þegar hún hafði tekið áhættuna með því að giftast honum og komið með honum til einskismannslands hafði hann lofað því að sjá um hana. Að eilífu. En hvað gerðist?
Henni hafði verið rænt af brjálæðingi.
–Hvar er hún? spurði hann og reyndi að halda röddinni rólegri. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is