Ást og afbrot

Svartagljúfur
Svartagljúfur

Svartagljúfur

Published Maí 2016
Vörunúmer 356
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Sophie settist undir stýrið á bílaleigubílnum og stakk
lyklinum í kveikjuna. Hana langaði ekki til að vera
þarna frekar en á öðrum stöðum þar sem hún hafði leitað að Lauren á síðustu árum. Hún var bara hræddari
núna og vondaufari. Lauren hafði gert margt brjálæðislegt í áranna rás en aldrei verið svona lengi í burtu. Hún
hafði heldur aldrei verið á stað þar sem hún náði ekki til
hennar. Stundum, þegar Lauren átti mjög erfitt, fannst
Sophie að hún væri eina manneskjan sem náði sambandi við hana.
Hún bakkaði út úr stæðinu og ók áleiðis að útkeyrslunni á almenningsgarðinum. Lögreglan í Denver hafði
verið alúðleg og full samúðar. En hún hafði ekki fundið
nein merki um að Lauren hefði verið numin á brott og
taldi að hún hefði stungið af. Það var í rökréttu samhengi við sögu hennar. –Okkur skilst að systir þín hafi
átt við þunglyndi að stríða, hafði rannsóknarlögreglu-
þjónninn sagt.
–Hún hafði stjórn á því og var undir læknishendi,
hafði Sophie svarað.
Úr augum hans hafði hún lesið samúð, en litla von.
Hún leit á klukkuna á símanum sínum. Það voru
fimm mínútur þar til hún átti að hitta manninn úr sérsveitinni sem fékkst við glæpi á þessu svæði. Í þetta
sinn yrði hún ákveðin.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is