Ást og afbrot

Tvíburasysturnar
Tvíburasysturnar

Tvíburasysturnar

Published Maí 2017
Vörunúmer 368
Höfundur Joanna Wayne
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Dagar R.J. Daltons voru taldir. Hrollur fór um hann við tilhugsunina. Það var taugaskurðlækninum líkt að vera ekkert að skafa af hlutunum þótt lækninum væri auðvitað ekki um að kenna. R.J. létti fætinum af bensíngjöfinni á nýja Dodge Ram pallbílnum sínum og beygði inn á malarveginn að Þurrárgilsbúgarðinum. Hann gæti nú varla kvartað eftir öll þau sjötíu og átta ár sem hann hafði fengið að lifa. Flest öll auk þess á eigin skilmálum. Aldrei hafði hann forðast slagsmál eða neitað sér um almennilega skemmtun. Reyndar var hann ekki stoltur af öllum sínum gjörðum í gegnum tíðina en hann hafði ekki banað annarri manneskju og ekki getið barn með kvenmanni án þess að giftast henni fyrst... eða allavega boðist til að giftast henni. Síðasti villikötturinn sem hann ruglaði reitum sínum saman við hafði sagt honum skýrt og skorinort hvað hann gæti gert við bónorðið. Fögur sem syndin sjálf en svo sannarlega alsett þyrnum og broddum. Ekki þar með sagt að Kiki eða aðrar hans fyrrverandi væru líklegar til að planta blómum á leiðið þegar búið væri að hola honum undir leirtorfu í Texas. Satt best að segja var allteins við því að búast að einungis örfáar nágrannahræður yrðu þeir einu sem létu sjá sig við útför hans. Flestir af sýndarmennsku einni saman en aðrir í tilraun til að frá fréttir af því hve skammarlega lágt verð væri mögulega hægt að bjóða fyrir Þurrárgilsbúgarðinn. Sanngjarnara væri að jarða mann áður en maður dræpist. Þannig kæmist maður að raun um hverjir raunverulegir vinir manns voru. Þá kæmist hann líka að hví hvort eitthvert barna hans ætti skilið að erfa búgarðinn sem tilheyrt hafði fjölskyldunni í tvær kynslóðir.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is