Ást og afbrot

Vitnavernd
Vitnavernd

Vitnavernd

Published Janúar 2023
Vörunúmer 436
Höfundur Julie Anne Lindsey
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Maisy Daniels reyndi að láta fara betur um sig á hörðum eldhússtólnum og strauk yfir magann sem hafði einu sinni verið flatur en var orðinn eins og melóna eftir að hún var komin á síðasta hluta meðgöngunnar. Hún brosti við tilhugsunina en saknaði þess ekki að hafa verið grennri. Ekki núna að minnsta kosti. Líkami hennar var að sinna frábæru verkefni sem ekki allir gátu sinnt og Maisy fannst sér sómi sýndur með því. Barnið hennar varð sterkara með hverjum deginum og hún gat ekki beðið eftir að hitta litla krílið. Hún hugsaði um fæðinguna, um öndunina sem hún var búin að æfa og jákvæða hugarfarið og klassísku tónlistina í bakgrunninum. Fæðingaráætlunin var fullkomin og úthugsuð niður í smæstu smáatriði. Það eina sem skipti máli var að barnið endaði í fangi ástríkrar móður sinnar og án þess að einhver reyndi að drepa þau. Með öðrum orðum, við aðstæður sem voru gjörólíkar aðstæðunum sem höfðu ríkt þegar barnið var getið. –Hæ. Clara Spencer, fulltrúi hjá vitnaverndinni, kom inn í litla vel kynta eldhúsið og brosti hughreystandi eins og venjulega. Ljósa hárið var orðið grásprengt og hún var komin með hláturhrukkur um munninn. –Afsakaðu, ég varð að svara þessu. Við erum ennþá á áætlun í dag og ætlum meira að segja að flýta þessu aðeins. Hvernig líður þér? –Vel. Maisy rétti úr sér í stólnum og virti konuna fyrir sér. Sambland af lögreglukonu og Mary Poppins og þær höfðu orðið mjög nánar vinkonur á undanförnum mánuðum. Hún var líka sú eina sem Maisy hitti reglulega. –Var eitthvað skrýtið við símtalið? spurði Maisy því hún skynjaði undarlegt óöryggi í augnaráði Clöru

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is