Flýtilyklar
Ást og óvissa
Á snörunni
Published
2. september 2013
Lýsing
Ljósin birtust í myrkrinu eins og vin í eyðimörk. Billie Rae leit í baksýnisspegilinn á gamla pallbílnum, svo á bensínmælinn. Hún hafði ekki séð neinn bíl í langan tíma en hún vogaði sér ekki að hægja ferðina. Það heyrðist hátt í vél pallbílsins, hún keyrði á tæplega hundrað og fimmtíu en það var bensínmælirinn sem olli henni áhyggjum. Hún var næstum orðin bensínlaus. Sem þýddi að hún var að verða búin með heppnina.